Frjáls verslun - 01.07.2004, Síða 50
Jón Ásgeir Jóhannesson, Baugi.
VINSÆLT UMRÆÐUEFNI
Björgólfur Thor Björgólfsson, Samson, Actavis, Burðarás.
í þau 65 ár sem Frjáls verslun hefur verið gefin út hefur ætíð borið á umræðu um
valdamestu menn viðskiptalífsins. I áratugi var þetta tiltölulega einfalt. Viðskiptalífið
skiptist í ríkið, SIS og einkageirann. Núna eru viðskiptasamsteypurnar valdamestar.
Texti: Jón G. Hauksson Myndir: Geir Olafsson
Völd í viðskiptum! Valdamestu menn viðskiptalífsins!
Þetta er vinsælt umræðuefni. Svo hefur alltaf verið og
verður örugglega áfram. í áratugi var þetta tiltölulega
einfalt. Viðskiptalífið skiptist í ríkið, Sambandið (SIS) og
einkageirann. Valdatafl viðskiptalífsins hefur í gegnum árin
snúist um bankana og sjávarútveginn; SIS og stærstu hluta-
félögin.
Stríðið á milli SIS og stærstu hlutafélaganna bar keim af
trúarbragðastríði. SIS var liðað í sundur undir lok ársins
1990 í sex dótturfélög og um haustið 1991 kom í ljós að þetta
fyrrum stórveldi í viðskiptalífinu; stærsta fyrirtæki landsins
í áratugi, var svo skuldugt að það var búið að vera. Lands-
bankinn axlaði ábyrgðina í björgunaraðgerðum og tók á sig
verulegan skell gagnvart erlendum stórbönkum.
Viðskiptasamsteypurnar Valdaumræða dagsins í dag
snýst um völd stóru viðskiptasamsteypanna á Islandi - og
hvort þær séu auðhringir sem hafi tekið völdin af stjórn-
málamönnunum. Utan þessara samsteypna koma nokkrir
rnjög sterkir hópar ijárfesta til sögunnar og hafa mikil völd.
Hins vegar hafa stjórnmálamenn síðustu tíu árin dregið vís-
vitandi úr afskiptum sínum af atvinnulífinu með því að selja
stærstu ríkisfyrirtækin og opna hagkerfið. Þeir hafa hleypt
vindum frelsis inn; dregið úr hömlum og höftum - og leyft
markaðsöflum að njóta sín. Þar hefur samningurinn um
EES, Evrópska efnahagssvæðið, skipt mestu.
HÖft 09 hömlur Þegar tímaritið Frjáls verslun hóf göngu í
ársbyrjun 1939, eða fyrir 65 árum, var íslenskt viðskiptalíf
50