Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Side 51

Frjáls verslun - 01.07.2004, Side 51
Björgólfur Guðmundsson, Samson, Landsbankanum. Jón Helgi Guðmundsson, Byko. skiptum njörvað niður. Það þurfti innflutnings- og útflutningsleyfi, höft og hömlur voru nánast á öllum sviðum viðskipta. Ríkis- forsjáin var mikil og áhrif og völd stjórnmálamanna mikil. Arið 1939 var heimskreppa og skömmu síðar braust út heimsstyrjöldin síðari sem hafði mikil áhrif á íslenskt efna- hagslíf sem og alþjóðleg viðskipti. Helmingaskiptareglan Á upphafsárum Frjálsrar verslunar einkenndist íslenskt atvinnulíf af svonefndri helminga- skiptareglu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þar kom best í ljós hve stjórnmálaforingjar þessara flokka voru valdamiklir. Sennilega voru Jónas Jónsson frá Hriflu og Olafur Thors valdamestu menn viðskiptalífsins á þessum tíma. Jónas hélt vörð um SÍS og Ólafur Thors um einka- geirann. Mest bar á helmingaskiptareglunni í bankakerfinu (ríkis- bönkunum) og sjávarútvegi. SÍS átti t.d. lengi vel sinn full- trúa í bankastjórn Imidsbankans. í sjávarútveginum var þetta þannig að frystihúsin í framsóknarplássunum voru hjá SIS (Sjávarafurðadeild Sambandsins) en frystihúsin í einka- eigu hjá SH (Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna). Þessi skipting líktist trúarbrögðum. Forstjórar SlS SÍS var langstærsta fyrirtæki landsins í ára- tugi. Forstjórar þess voru því með valdamestu mönnum við- skiptalífsins. Nægir þar að nefna þá Vilhjálm Þór og Erlend Einarsson. Sá síðarnefndi var forstjóri SÍS í 31 ár og völd hans eftir því. SH var stofnað árið 1942 og forstjórar þar hafa ætíð verið taldir valdamiklir - sem og þeir sem hafa setið í stjórn félagsins. Eimskip og Hörður Eimskipafélag íslands, sem stofnað var árið 1914, hefur verið nefnt óskabarn þjóðarinnar. Það var stærsta almenningshlutafélag á íslandi alla síðustu öld og eðli málsins samkvæmt mikið í sviðsljósinu. Árið 1979 var Hörður Sigurgestsson ráðinn forstjóri félagsins. Hann tók við félaginu í lægð. Á skömmum tíma umbylti hann rekstri þess. Og undir hans stjórn varð það stórveldi í íslensku við- skiptalífi sem lét að sér kveða bæði í siglingum og 51

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.