Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Side 73

Frjáls verslun - 01.07.2004, Side 73
og Blair gerði hans þanka að sínum. Það ku vera næstum óhugnanlegt að sjá hve náið sam- bandið er: Rétt eins og hjón sem hafa verið gift lengi þá botna þeir setningar hvor fyrir annan. Efdr kosningarnar 1983 mátti sjá að níundi áratugurinn yrði markaður IhakMokknum. Verkamannaflokkurinn glímdi við klofning jafn- aðarmanna úr flokknum 1981 í mótmælaskyni við galna vinstristefnu áttunda áratugarins og reyndi að finna leið út úr eyðimörkinni, sem Thatcher-tíminn skapaði flokknum. Þegar leið að kosningunum 1992 var Thatcher komin frá, John Major tekinn við og Ihaldsflokkurinn virt- ist auðsigraður. Neil Kinnock, þáverandi leið- togi Verkamannaflokksins og núverandi fulltrúi Breta í framkvæmdastjórn ESB, tók sigurinn út fyrirfram og lét mynda sig í sigurstellingum nokkrum dögum fyrir kosningar. Nær stólnum komst Kinnock ekki og hann sagði af sér um leið og tapið lá fyrir. Brown og Blair hugleiddu hvort þeir ættu að hrökkva eða stökkva: Brown hugleiddi leiðtogasætið, Blair varaformanns- sætið. Þá þegar er álitið að þeir hafi ákveðið að hag þeirra og flokksins væri best borgið með því að standa saman. Blair og fleiri ungir flokksmenn hvöttu Brown. Tilhugsunin um lungann af tíunda áratugnum í stjórnarandstöðu var óbærileg. En Brown hrökk og John Smith stökk. Skotinn Smith var fæddur 1938 og náði því að vera ráðherra í eitt ár áður en Thatcher komst til valda. Blair lét varaformannssætið eiga sig. Örvæntingin í flokknum var mikil og innsti kjarninn hug- leiddi hvað þyrfti til. Smith beitti sér gegn ofuráhrifum verka- lýðshreyfingarinnar á flokkinn. Flokkurinn yrði að losna við þá tiltrú að hann kynni ekki annað en að eyða og hækka skatta og ná tiltrú í baráttunni gegn glæpum. Brown fékk Jjármálin á sína könnu, Blair innanríkismálin. Gruflarinn þykkjuþungi réð vel við ijármálin, var vitrænn, uppfullur af hugmyndum, hélt snjallar ræður en kom kauðslega fyrir í flölmiðlum. Blair efldist í sviðsljósinu með innblásnar ræður um ábyrgð og refsingu því siðferðislegur boðskapur hefur alltaf hentað honum betur en sá pólitíski. Hann sló í gegn með einföldum setningum eins og „Tough on crime, tough on the causes of crime“ - sem Brown hafði gaukað að honum eftír ferð til Bandaríkjanna þar sem demókrötum dugði boðskapurinn vel. Smith varð bráðkvaddur í mai 1994, aðeins 54 ára. Smith var ekki kaldur þegar innsti hringurinn í kringum Brown og Blair hóf að tala við blaðamenn til að kanna hvernig landið lægi: Fjöl- nfiðlafólk ypptí öxlum yfir Brown en hófst á loft yfir Blair. Allir vissu hvað Brown ásældist, en baráttuharka Blairs kom á óvart, dyggilega studdur heima. Cherie Blair afar metnaðarfull Cherie Blair hefur alltaf haft ríkan metnað fyrir hönd mannsins síns og gaf sjálf upp póli- tískan feril þegar Blair komst á skrið. Brown var ókvæntur. Við jarðarför Smiths tóku glöggir menn eftir því að Blair og Brown sátu ekki saman. Daginn eftír hélt Brown ræðu á flokksþingi og Tony Blair forsætisráðherra. Hann og Gordon voru alltaf saman, hugsuðu saman - eða kannski frekar að Brown hugsaði og Blair gerði hans þanka að sínurn. Cherie Blair gaf sjálf upp pólitískan feril þegar eiginmaðurinn komst á skrið. lagði út af orðum biblíunnar um að allt hefði sinn tíma - kannski vísbending að hann vissi að hans tími væri ekki kominn. Málið var þó enn ekki útrætt á milli tvímenninganna. í lok maí þetta ár hittust þeir tveir á „uppa-matstað“ í Islington, Norður-London, uppahverfinu sem Blair bjó í. Daginn eftír lýsti Brown yfir stuðningi við leiðtogaeihið Blair. Fundurinn er kjarninn í goðsögninni um tvíeykið: Hverju lofaði Blair Brown? Tvískiptingu valdsins og að Brown yrði arftaki sinn? Blair hefur hæfileika tíl að tala þannig að viðmælendur hans halda að hann sé þeim sammála. Ekhi þaulsetinn eins og Thatcher Ýmsir áfykta að Biair hafi gefið Brown í skyn að hann yrði með í öllum ráðum og að Blair ætlaði ekki að gerast þaulsetinn eins og Thatcher. Þegar hans skeið væri á enda styddi hann Brown til valda. Það er þó ósenni- legt að Blair hafi sett sér tímamörk og lofað honum stólnum. Enda er Brown nógu slyngur stjórnmálamaður til að vita að slík loforð er ekki hægt að etha. En allir sem þekkja til hafa sterk- lega á tilfinningunni að Brown telji dagana þar tíl hans tími komi... einhvern tíma. Fljótiega eftir stórsigurinn 1997 komst sagan um samkomu- lagið á kreik, en ýmsum fannst hún ósennileg. Fyrir nokkrum árum talaði ég við sérfræðing í breskum stjórnmálum við London School of Economics, sem sagðist alltaf hafa talið söguna Jjarstæðu - þangað til hann kannaði hvernig skipan þing- nefnda var háttað undir núverandi stjórn. Þá kom í ljós að tjár- málaráðherra hefur miklu fleiri nefndir undir sér en áður hefur sést Sérfræðingurinn sannfærðist um að það væri greinilega samkomulag milli ráðherranna um að völd Browns væru hrika- lega mikil. Brown er tvlmælalaust valdamesti og umsvifamesti flármálaráðherra sem hér hefur verið - en hann er bara ekki for- sætisráðherra. Brown er orðinn óþolinmóður Eftír því sem hefur liðið frá stjórnartökunni 1997 hefur Brown orðið áberandi óþolin- móðari. Á gömlum myndum af tvteykinu eru þeir drengjalegir 73

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.