Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Side 84

Frjáls verslun - 01.07.2004, Side 84
Sigríður Sigurðardóttir, markaðs- stjóri hjá American Express, fyrir utan iestarstöðina á Raffles Square í viðskiptahverfi Singapúr. k® 1 Markaðsstióri American Express Hún stýrir markaðsmálunum hjá American Express í 11 löndum Asíu og hefur aðsetur í Singapúr. Ekki nóg með það. Kraftarnir beinast meðal annars að markaðssetningu á Netinu og í gegnum GSM síma. Eltír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir úr einkasafni að sem er svo skemmtilegt í svona alþjóðaumhverfi er að markaðirnir eru allir svo mismunandi og það er gaman að vinna á svona stóru markaðssvæði. Á Indlandi býr td. 1.000 milljónir manna eða einn sjötti hluti mannkyns en bara lítill hluti af því fólki hefur peninga að ráði á milli handanna. Þetta eru mjög ólík menningarsvæði. Það fer allt fram á ensku en samt þarf maður að taka tillit til tungumálsins og staðbund- innar menningar á hverjum stað fyrir sig. Þegar við sendum til dæmis tölvumarkpóst til viðskiptavina þarf hann að vera lagaður að máli og menningu í viðkomandi landi. Það er því mis- munandi hvernig samskiptin eru og hvernig markaðsleiðir eru farnar í hveiju landi fyrir sig. Þessir markaðir eru afar misjafn- lega langt komnir varðandi dreifingu og það hvaða dreifileiðir eru mögulegar, sumir þeirra eru skemmra á veg komnir hvað Netið varðar,“ segir Sigríður Sigurðardóttir, markaðsstjóri hjá American Express í Singapúr. 84

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.