Frjáls verslun - 01.07.2004, Qupperneq 93
VELDI BAUGS
KALDBAKUR SELUR ITM
Kaldbakur seldi 33% hlut sinn í TM til Straums fjárfestingar-
banka. Kaupverð hlutarins var 5,3 milljarðar króna og var hagn-
aður Kaldbaks verulegur. Baugur Group á 25% eignarhlut í Kald-
bak og augljóst að þeir Jón Asgeir Jóhannesson, Þorsteinn Már
Baldvinsson og Eiríkur S. Jóhannsson vinna vel saman.
KAUPIN Á GOLDSMITH
Kaldbakur, Baugur og Fengur keyptu í vor meirihlutann í bresku
skartgripaverslanakeðjunni Goldsmith í Bretlandi. Baugur er
með 35% hlut, en Kaldbakur og Fengur 10% hvor um sig. Samtals
var 55% hlutur keyptur á 8 milljarða króna. Bank of Scotland kom
að þessum kaupum með þeim. Kaldbakur hefur boðað aukið vægi
erlendra Jjárfestinga í safni sínu.
OASIS STORES KAUPIR KAREN MILLEN
Tískuverslunin Oasis Stores keypti 25. júní sl. verslanakeðjuna
Karen Millen. Eftir kaupin á Karen Millen er eignarhlutur Baugs
44% en hann var fyrir kaupin um 60%. Markaðsvirði Oasis Stores
eftir sameininguna við Karen Millen er 37 milljarðar króna. Verð-
mæti eignarhlutar Baugs í Oasis er 16 milljarðar króna. 33
32% HAGAR
EIGIMIR HAGA
- Bónus (20 verslanir).
- Hagkaup (7 verslanir). Hagkaup á Dótabúðina í Smáralind.
-10-11 (19 verslanir).
- Útilíf (2 verslanir).
Zara
- Debenhams
Tnp Shop
- Miss Selfridge er deild í Top Shop.
- Aðfung (Innflutningsfyrirtæki Haga).
- Grænt ehf. Það á Banana og Stórkaup.
- Hýsing vöruhótel
HAGAR EIGA í SVÍÞJÓÐ:
- Top Shop
- Debenhams
HAGAR EIGA í DAIMMÖRKU:
Debenhams. Ein verslun f Kaupmannahöfn
EIGNIR BAUGS í BRETLANDI
Metnar á um 52 milljarða kr.
Goldsmith (um 35%) í samvinnu við Kaldbak (10%) og Feng
(10%). Á og rekur keðju skartgripaverslana. Verðmæti 55% hlut-
arins: 8 milljarðar kr.
Hamleys (um 90%). Leikfangaverslanir. Verðmæti hlutar Baugs:
8 milljarðar kr.
Julian Graues (60%). Fengur er með (20%). Þekkt keðja sem
selur heilsuvörur. Verðmæti hlutar Baugs: 2 milljarðar kr.
Big Food Group (22%). BFG á matvöruverslanirnar lceland,
Booker og Woodward. Verðmæti hlutar Baugs: 10 milljarðar kr.
The House of Fraser (10%). Yfir 50 stórverslanir í helstu borg-
um Bretlands. Verðmæti hlutar Baugs: 3 milljarðar kr.
Somerfield (3,6%). Yfir 1.300 matvöruverslanir undir heitunum
Somerfield og Kwik Save. Verðmæti hlutar Baugs: 3 milljarðar kr.
LXB Fasteignafálag (10%). Fasteignaþróunarfélag sem kaupir
fasteignir í búðaþyrpingum í útjaðri borga, bætir nýtinguna og
selur aftur. Verðmæti hlutar Baugs: 1 milljarður kr.
Oasis Stores (44%). Um 340 tískuvöruverslanir. Fyrir kaup
Oasis á verslanakeðjunni Karen Millen í júní sl. átti Baugur tæpan
60% hlut í Oasis. Verðmæti hlutar Baugs: 1B milljarðar kr.
BG Capital Fjárfestingarfélag sem Jón Scheving stofnaði með
Baugsmönnum og fleirum í byrjun sumars. Baugur er stærsti
hluthafinn, þó ekki með meirihluta. Kaldbakur er næstur með
26% eignarhlut sem hann keypti um miðjan ágúst. Verðmæti
hlutar Baugs: 1 milljarður kr.
EIGNIR BAUGS Á ÍSLANDI
Fasteignafálag íslands (20%) sem á Smáralind í Kópavogi.
Fasteignafélagið Stoðir (49,6%) sem á í Kringlunni, Holta-
görðum, Hótel Nordica, Fjarðargötu 13-15, í Spönginni, 101
Skuggahverfi (50%) o.fl.
Eignarhaldsfélag Húsasmiðjunnar (45%) sem á Húsa-
smiðjuna. Hún á og rekur 16 verslanir. Húsasmiðjan á auk þess:
Blómaval, Steinullarverksmiðjuna á Sauðárkróki (25%), ískraft,
HG Guðjónsson, Áltak, íslenska nýsköpun (22%), Gólfefni ehf.
(33%).
Grjóti (um 40% á móti Pálma í Feng). Félagið á 100% í Tækni-
vali og 15% í Norðurljósum.
SMS í Færeyjum (50%). Færeysk verslanakeðja sem á og rekur
fjórar Bónusverslanir og einn stórmarkað í Færeyjum.
Kaldbakur (25%). Hann á m.a. 18% í Samherja sem síðan á
stóra hluti í Síldarvinnslunni, Hraðfrystistöð Þórshafnar o.fl.
félögum. Kaldbakur á einnig í Síldarvinnslunni (8%), Goldsmiths
(10%), Vatnsmýrinni ehf. (60%) sem á lóð og húseignir BSf. Loks
á Kaldbakur rúmlega 8% í Norðurljósum sem er móðurfélag
íslenska útvarpsfélagsins og Fréttar sem á og gefur út DV og
Fréttablaðið.
IMorðurljós (30%) eiga (slenska útvarpsfélagið sem á Stöð 2,
Bylgjuna, Sýn, Fjölvarpið o.fl. fjölmiðla. Norðurljós eiga einnig
Frétt sem á og gefur út Fréttablaðið, DV og vefmiðilinn visir.is
Hringur (50%). Félag sem á vátryggingafélögin Vörð á Akureyri
og Allianz.
93