Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Page 98

Frjáls verslun - 01.07.2004, Page 98
„Lögð er áhersla á að sinna ferðamanninum alveg frá því að hann kemur til landsins og þar til hann yfirgefur það. Síðan fylgjum við upplýsingagjöfinni eftir með hjálp vefsins eða með áskrift að lceland Review," segir María Guðmunds- dóttir, ritstjóri ferðaútgáfu Heims hf. þessum ritum, heldur lögð áhersla á að útbúa vandaðar handbækur. Mikil vinna fer í útbúnað þeirra og stendur hún yfirleitt frá september og fram að páskum ár hvert. Ferðaútgáfan er unnin í nánu samstarfi við ferðaþjónustu- aðila um allt land. Mitt hlut- verk er að ritstýra allri þessari útgáfu, fylgjast með nýjung- um, sanka að mér efni, velja ljósmyndir, stjórna korta- vinnslu og gæta þess að vera í góðum samskiptum við alla ferðaþjónustuaðila á Islandi. Hluti starfs míns er einnig að taka þátt í ferðakaupstefnum og ráðstefnum og sinna kynn- ingu á útgáfunni og markaðs- setningu.“ Stjórnun dreifmgarinnar er meðal verkefna hjá Maríu. „Það er ekki nóg að prenta þessa bæklinga, tryggja þarf dreifingu þeirra á um 500 staði á landinu. Þar má telja bensínstöðvar, hótel, gisti- heimili, upplýsingamið- stöðvar, ferjur og yfirleitt alla María Guðmundsdóttir, Ferðaútgáfu Heims Texti: Isak Örn Sigurðsson Stærsta útgáfan á sviði ferðahandbóka er ritið „Around Iceland“ sem er nú að koma út þrítugasta árið í röð. Samtímis koma út „A ferð um Island“, nú fimmt- ánda árið í röð, og þýsk útgáfa bæklingsins sem er að koma út í áttunda sinn,“ segir María Guðmundsdóttir sem er ritstjóri ferðaútgáfu á vegum Heims hf. Auk þess ritstýrir hún ijölda annarra ferðabæklinga. (Þess má geta að Heimur er útgefandi Fijálsrar verslunar.) „Bækl- ingar þessir eru gífurlega vinsælar ferðahandbækur eða biblíur fyrir ferðamenn. Þeir eru gefnir út í 90.000 eintökum og eru fjármagn- aðir með auglýsingasölu þó að þess sé að sjálfsögðu vandlega gætt að allar upp- lýsingar séu eins nákvæmar og réttar og unnt er. Allir sem á annað borð eru tengdir ferðaþjónustu eru í þeim með upplýsingar um sína starfsemi. Það er ekki bara verið að hugsa um auglýsingar í ferðamannastaði á landinu. Einnig er mögulegt að panta bæklinga okkar á Netinu. Lögð er áhersla á að sinna ferðamanninum alveg frá því að hann kemur til landsins og þar til hann yfirgefur það. Síðan fylgjum við upplýsinga- gjöfinni eftir með hjálp vefsins eða áskrift að Iceland Review. Ferðaútgáfa Heims hf. er orðin sú langstærsta á land- inu, við gefum út eina milljón eintaka af blöðum og bækl- ingum á ári hveiju. Eg tel að Island standi sig mjög vel í kynningu fyrir ferðamenn og FÓLK held að það séu ekki mörg lönd sem bjóða svo stórt rit sem „Around Iceland" ókeypis. Það er miklu betra að gefa út myndarlegt rit í stað fjölda lítilla ferðapésa sem drukkna eða nýtast fáum í óvissri markaðssetningu." María Guðmundsdóttir lauk stúdentsprófi úr mála- deild MH 1974, BA-prófi í frönsku og bókmenntum 1978 í Frakklandi og Bret- landi og prófi í uppeldis- og kennslufræðum frá HÍ 1983. Einnig hefur hún lagt stund á tungumálanám víða og stundar um þessar mundir nám í ítölsku. Meðal starfa hennar, áður en hún tók við sem ritstjóri ferðaútgáfu hjá Heimi hf. (2000), má nefna kennslu- störf í MS og tungumála- skólum árin 1978-80, inn- kaupastjórnun hjá Hag- kaupum 1980-82, ensku- og frönskukennslu í MS 1983-86, blaðafulltrúa- og þýðingastarf hjá franska sendiráðinu 1985- 86, starfaði hjá upplýsinga- miðstöð ferðamála á íslandi 1988-95, þar af sem forstöðu- maður frá 1990-95, og fram- kvæmdastjórn hjá The Change Group 1995-2000. Eiginmaður Maríu er Kjartan Jóhannesson, for- stöðumaður hjá Reiknistofu bankanna, og eiga þau hjónin þrjú börn. „Það kemur ekki mikið á óvart að ferðamál og útivist innan- og utanlands skuli vera ofarlega á lista áhugamála minna. Eg reyni yfirleitt að ferðast innanlands á sumrin, tími hreinlega ekki að fara til útlanda á sumrin. Þessa dagana er veiðibakt- erían að heltaka mig. Einnig má nefna að ég les mikið, hef áhuga á kvikmyndum, líkamsrækt og tungumálalær- dómi svo eitthvað sé nefnt,“ segir María. S3 98

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.