Morgunn - 01.06.1964, Page 11
MORGUNN
5
Sýnishorn af spilum þeim, sem þeir dr. Rhine og Pratt notuðu við
tilraunir sínar.
slagi. Síðan var gengið úr skugga um, hvort eða að hve
miklu leyti svörin reyndust rétt.
Niðurstaða þessara tilrauna varð í stuttu máli sú, að
Pearce gat rétt til um spil 558 sinnum. En samkvæmt lík-
indareikningi hefðu rétt svör átt að vera aðeins 370. Árang-
ur þessara tilrauna benti svo augljóst í þá átt, að fjarhrif
væru raunveruleiki, og svo rækilega var þar um hnútana
búið, að engin leið var að hnekkja þessum sönnunum, nema
sú ein, að væna þá alla þrjá, dr. Rhine, Pratt og Pearce um
vísvitandi samsæri um svik.
Nokkrum árum síðar eða 1940 gáfu dr. Rhine og sam-
starfsmenn hans út bók, sem nefnist Extra-Sensory Percep-
tion After Sixty Years. Þar eru raktar niðurstöður af ekki
færri en þremur milljónum og sex hundruð þúsund tilraun-
um varðandi fjarhrif, og er rúmlega helmingur þeirra til-
rauna gerður utan Duka háskólans sjálfs.