Morgunn


Morgunn - 01.06.1964, Blaðsíða 14

Morgunn - 01.06.1964, Blaðsíða 14
8 MORGUNN það, sem gerðist í gær eða fyrradag. Annað sé þar hulið og grafið svo djúpt, að ekki sé unnt að toga það upp á yfirborð vitundarinnar, nema þegar hagstæð skilyrði eru fyrir hendi til þess. — Á þennan hátt hafa andstæðingar spíritismans reynt að skýra eitt og annað af því, sem fram hefur komið á miðilsfundum Þegar miðill talar fullum fetum erlent tungumál, sem hann kann alls ekki í vökuástandi og hefur sannanlega aldrei lært á venjulegan hátt, þá er reynt að skýra þetta svo, að hann hafi einhvern tíma á ævinni heyrt þetta mál talað, og það síðan geymzt í undirvitund hans, án þess að hann hefði hugmynd um. Til sönnunar þessari til- gátu hefur það verið fært fram, að það hafi sannazt, að miðill nokkur, sem tók upp á því í miðilsástandi að tala grísku, hafi á æskuárum sínum dvalið um tíma á prests- heimili, þar sem hann gat hafa heyrt prest lesa upphátt á grísku inni í skrifstofunni. Einnig hefur því verið haldið fram, að þegar miðill lýsir framliðnum mönnum, sem hann aldrei hefur séð, og segir frá atvikum úr lífi þeirra, sem honum gætu ekki verið kunn með eðlilegum hætti, þá geti þetta stafað af því að hann hafi einhvern tíma heyrt ein- hverja lýsa þessum mönnum eða einhvern tíma heyrt eða lesið um þau atvik, sem hann sagði frá, og þetta hafi síðan setzt að og varðveitzt í undirvitundinni. Sjálfsagt er að gefa öllum slíkum tilgátum til skýringa fullan gaum, enda þótt það sé augljóst mál, að þær geta ekki nægt til þess að gera viðunandi grein nema fyrir örlitl- um hluta slíkra fyrirbæra. Þar að auki eru þetta aðeins til- gátur til skýringa, en ekki sannanir. Dagleg reynsla bendir að vísu til þess, að það sé ekki nema lítill hluti persónuleikans eða okkar sjálfra, sem birtist í dagvitund okkar hverju sinni. Meiri hluti sjálfsins sé utan við eða undir yfirborði meðvitundarinnar, sé smátt og smátt að skjóta þar upp kollinum líkt og fiskur vakir í vatni, eða að við dorgum þetta beinlínis upp á yfirborðið þegar á þarf að halda, eins og þegar við erum að reyna að grufla upp endurminningar löngu liðinna atvika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.