Morgunn


Morgunn - 01.06.1964, Blaðsíða 18

Morgunn - 01.06.1964, Blaðsíða 18
12 MORGUNN og opna bók fyrir fjarhrif og lýsa bráðlifandi mönnum t. d. á Langanesi eða Austfjörðum, sem þeir aldrei hafa séð, ekk- ert síður en þeim dauðu? Maður gæti búizt við, að hugsanir um lifandi menn væru ennþá sterkari og skýrari í hugum margra en minningarnar um þá, sem löngu eru dánir. Ef því fjarhrifakenningin í sambandi við lýsingar miðla er rétt, virðist mér, að lifandi menn ættu miklu fremur að koma þar fram heldur en þeir dauðu. Nei! Sannleikurinn er sá, að kenningar um fjarhrif, enda þótt þau eigi sér vissulega stað, eru allsendis ófullnægjandi til þess að skýra dularfull fyrirbæri yfirleitt, enda þótt því skuli engan veginn neitað, að f jarhrif geti reynzt ekki ósenni- leg skýring á einstökum, en þó yfirleitt mjög fáum ESP- fyrirbærum. Og að sjálfsögðu er bæði rétt og skylt að gefa þeim skýringum skynsamlegan gaum og hafa þær jafnan í huga, þegar rannsökuð eru dulræn fyrirbæri. En sem alls- herjarskýring á eðli þeirra er fjarhrifakenningin fjarstæða. Hinum dulrænu fyrirbærum má skipta í tvo flokka. Ann- ars vegar eru ESP-fyrirbærin, þar sem skynjun berst til vitundarinnar án þess að fara eftir hinum venjulegu far- vegum skynfæranna. Til þessarar tegundar teljast ófreski eða skyggni, fjarhrif hvers konar, svo sem fjarsýnir, fjar- heyrnir, hugsanaflutningur, forspár og þess háttar og hlut- skyggni (Psychometri). Enn má nefna það, að það, sem nefnt er opinberun eða innblástur, sem fróðir menn telja vera grundvöll trúarbragðanna yfirleitt, er einnig ESP- fyrirbæri, þar sem slík sannindi berast ekki til hugans skyn- færaleiðina. Hin tegund dulrænna fyrirbæra er þannig, að við skynj- um þau með skynfærunum á sama hátt og við skynjum um- hverfið yfirleitt. Þau fyrirbæri skynja margir samtímis og öldungis með sama hætti. Til þessa flokks má telja hreyfi- fyrirbæri (telekinesis), þar sem allir viðstaddir sjá sam- tímis hluti hreyfast úr stað, án þess að geta skynjað eðlileg- ar orsakir slíkra hreyfinga. Ennfremur líkamningafyrir- bæri, þar sem margir sjá sömu veruna samtímis og fá jafn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.