Morgunn


Morgunn - 01.06.1964, Page 19

Morgunn - 01.06.1964, Page 19
MORGUNN 13 vel að snerta hana. Borðdans, ,,andaglas“ og ósjálfráð skrift eru einnig fyrirbæri þessarar tegundar að öðrum þræði. öll þessi fyrirbæri eru þannig vaxin, að engin leið er að skýra þau til neinnar fullnustu með kenningum um fjarhrif. Hin eina sennilega og eðlilega skýring, sem fram hefur komið á dulrænum fyrirbærum í heild er sú, sem spíritistar halda fram, að um samband við framliðna sé þar að ræða. Kemur það og skýrt fram, að því er allan þorra þessara fyrirbæra snertir, að hiklaust er fullyrt, að þar séu ákveðnir framliðnir menn að verki, sem jafnframt færa fram bæði margar og sterkar líkur til þess að sannfæra menn um að svo sé. Og enn er það með öllu óskýrt af andstæðingum spíritismans, hvaða sennilegar orsakir geti til þess legið, ef hér er ekki um annað að ræða en fjarhrif frá lifandi mönn- um, að þau dulbúi sig í gervi framliðinna manna og beiti jafnvel hinum athyglisverðasta klókskap til þess að reyna að blekkja menn til þeirrar sannfæringar, að þarna séu framliðnir ástvinir að hafa samband við þá, sem lifa. Þetta hafa andstæðingar spíritismans, mér vitanlega, aldrei getað skýrt eða gert grein fyrir á nokkurn viðhlítandi hátt. Hitt er svo annað mál, að sambandið við framliðna er enn sem komið er miklum erfiðleikum bundið, að mörg af þeim skilaboðum og lýsingum, sem fram koma, eru oft ekki aðeins óákveðin og óljós, heldur virðast á stundum vera beinlínis röng, að sumir miðlar hafa orðið berir að blekk- ingum, að því er talið er, að í einstökum tilfellum er tilgáta um fjarhrif sem skýringu, ekki aðeins möguleg, heldur sennileg, og að sumar bækur, sem út hafa verið gefnar bæði hérlendis og erlendis og taldar hafa haft að geyma orð og ræður nafngreindra, látinna manna eða lýsingar á framlíf- inu og þeirri veröld, sem við tekur eftir líkamsdauðann, virð- ast oft vera meira í ætt við hugaróra og drauma en sann- fræði. Þess vegna er hollara og viturlegra að athuga jafnan öll þessi mál með fullri gát og skynsamlegri varúð, en láta þar ekki trúgirni eða tilfinningahita bera annað ofurliði. 1 þessum málum sem öðrum er það gætileg rannsókn,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.