Morgunn


Morgunn - 01.06.1964, Side 49

Morgunn - 01.06.1964, Side 49
MORGUNN 43 Vegna þess, að listsköpunin setur svipmót tilfinninganna á öll sín verk, hlýtur listaverkið ávallt að vera ólíkt ljós- myndinni, þar sem hlutlaus vélin framkallar skin og skugga nákvæmlega og án alls manngreinarálits. Hugur vísinda- mannsins er hlutlaus. Hann viðurkennir staðreyndir af kaldri forvitni, án þess að taka þar eitt fram yfir annað. Hugur listamannsins er aftur á móti aldrei hlutlaus. Hann velur sér viðfangsefni að eigin vild og er þar sjálfráður um hvert smáatriði. Hann varpar sérstökum litblæ til áherzlu á viðfangsefnið og gefur því sérkenni, sem gerir það ólíkt öllu öðru, sem þó er svipaðrar tegundar. Lævirkjar vísind- anna færa það fram sínum sannleika til styrktar, að þar kyrji allir sama sönginn. Lævirkjar skáldskapar og lista gera það með því að syngja hver með sínu nefi. Ef kvæði Shelleys um lævirkjann hefði verið alveg eins og lævirkjakvæðið eftir Wordsworth, hefði enginn viljað líta við því eða þótt nokk- uð í það varið. Til eru menn, sem líta á þetta líf sem eitthvað kyrrstætt og óbreytilegt. Þeir þrá líf eftir dauðann sem áframhald jarðlífsins en ekki fullkomnun þess. Þeir kjósa helzt að hugsa sér, að það, sem þeir hafa vanizt um ævina, verði óbreytt um eilífð. Sál þeirra er gersamlega samgróin umhverfi þeirra og því, sem þeir hafa aflað, og hið óttalega við dauðann er að þurfa að yfirgefa þetta. Þeim gleymist það, að lífið stefn- ir út yfir sjálft sig til æðri lífsfyllingar. Ávöxturinn er fast- ur við iegg sinn, flus hans samgróið aldinholdinu, hverrar tegundar sem er, og það fasttengt fræunum alla þá stund sem ávöxturinn er óþroskaður og þess vegna ekki tilbúinn að öðlast fyllra líf. 1 fyrstu er enginn verulegur munur á hinni ytri skurn og því, sem innan hennar er, og lífið birtist einkum í því að halda sér dauðahaldi við tréð og sitt um- hverfi. En þegar fræin hafa náð fullum þroska, losna þessi bönd, og sjálfur ávöxturinn öðlast sætleik og angan og fell- ur til jarðar, svo að hver geti notið hans, sem vill. Fuglar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.