Morgunn


Morgunn - 01.06.1964, Síða 51

Morgunn - 01.06.1964, Síða 51
Sveinn Víkingur: Spíritisminn Ræða flutt á samkomu, er S.R.F.l. gekkst fyrir í Keflavík á síðastliðnum vetri. ☆ Dr. Sigurður Nordal skrifaði fyrir nokkrum árum athygl- isverða smásögu, sem hann nefndi: Ferðin, sem áldrei var farin. Hún gerist á tímum Markúsar Árelíusar keisara, hins mikla heimspekings og mesta hugsuðar, sem á slíkum valda- stóli hefur setið. Einn af nánustu vinum keisarans, stórauð- ugur maður, sem látinn var fyrir nokkru, þegar sagan gerð- ist, átti son þann er Lucius hét. Hann var glæsilegur maður og gáfaður, og faðir hans hafði ekkert til sparað að kosta hann í þá beztu skóla, sem völ var á. Svo fór þó, að þessi glæsilegi maður tók að eyða tíma sínum í dýrlegar veizlur og svall, vín og fagrar konur, og virtist meta þessi gæði meira en allt annað, enda var hann auðugur og gat keypt sér hverja þá skemmtun, sem föl var fyrir fé. Þessi orðrómur barst til keisarans og þótti honum mjög miður. Hann hugsaði sitt ráð vandlega, hvað hinum unga manni mætti verða helzt til bjargar og viðreisnar. Að lok- um ritaði hann unga manninum bréf og sendi með það einn af hirðgæðingum sínum. I bréfi þessu tjáir keisarinn hinum unga Luciusi, að hann hafi útvalið hann til þess að takast á hendur mjög mikilvæga ferð í þágu ríkisins. Þessi ferð verði farin í kyrrþey og án fylgdarliðs eða mikils heimanbúnaðar, og það sem merkilegra er, að hann geti ekki sagt það nú með neinni vissu, hvenær Lucius verði kallaður í ferðina. Það geti orðið mjög stutt, en það geti líka dregizt alllengi. En það sé sín keisaralega ósk, að hann verði jafnan viðbúinn að leggja af stað, þegar kallað verði á hann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.