Morgunn


Morgunn - 01.06.1964, Síða 53

Morgunn - 01.06.1964, Síða 53
MORGUNN 47 að ekkert líf sé að baki þessu stopula og stutta jarðlífi, hefur ætíð leitt til eins konar lífsfyrirlitningar og þess, að reyna að njóta hinnar hverfulu, líðandi stundar — njóta hennar ábyrgðarlaust, freista að fylla tómleika hennar með keypt- um hávaða, augnabliksnautn og gleymsku þess, hvað slíkt líf er í senn bæði ranglátt og tilgangslaust. „Etum og drekk- um og verum glaðir, því á morgun deyjum vér“, og „Lifið er dýrt og dauðinn þess borgun, drekkum í kvöld, en iðrumst á morgun“. Þetta er í stuttu máli það lífsviðhorf, sem full- komin vöntun á trú og sannfæring um líf eftir dauðann skap- ar. Og það er á vissan hátt eðlilegt og afsakanlegt, að svo verði. Og mér er nær að halda, að hin hóflausa ástríða ungs fólks nú um allan hinn menntaða heim til þess að fylla ört vaxandi tómstundir með taumlausum hávaða og gargi eða deyfa þær með ofnautn áfengra drykkja og nætursvalli í stað þess að verja þeim sjálfum sér til göfgunar við lestur góðra bóka eða íhugunar á alvörumálum lífsins og tilverunnar, — mér er nær að halda, að þetta eigi rót að rekja til þverrandi trúar á lífið, bæði hérna megin og handan grafarinnar, og til þess að menn reyni með öllu móti að gleyma því og draga athyglina frá því, að heima hjá okkur öllum liggur bréfið frá hinum volduga keisara dauðans, bíður þar til þess að verða lesið með sömu athygli og íhugun og með sama árangri og Lucius las bréfið frá Markúsi Árelíusi keisara. Keisarinn kallaði Lucius til ferðar, sem einhvern tíma yrði farin. En hvað stendur í bréfi því, sem við höfum öll fengið frá dauðanum ? Er hann að kalla okkur til ferðar inn í ókunnugt land að loknu þessu jarðlífi, eða er hann að kalla okkur til fullkominnar slokknunar, til þess tóms þar sem ekkert er, hvorki ljós né líf ? öll æðri trúarbrögð mannkynsins boða trú á framhald lífs í einhverri mynd eftir líkamsdauðann. Og margt í forn- leifarannsóknum bendir á, að sú trú sé í rauninni jafngömul mannkyninu og hafi verið til þúsundum ára áður en ritaðar heimildir koma til sögunnar. Þessi trú hefur orðið milljón- um hjálp og styrkur og huggun í lífi og dauða, og er það
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.