Morgunn


Morgunn - 01.06.1964, Side 62

Morgunn - 01.06.1964, Side 62
56 MORGUNN um, að það væri Ida, sem hún ætlaði öskjurnar til minningar um sig. Þær voru miklar vinkonur, sátu saman löngum stundum, röbbuðu og reyktu vindlinga. Sjálfur hafði ég velt því fyrir mér, hvað ég ætti að gefa henni úr dánarbúinu. Þarna var lausnin fengin á þeim vanda. Og ég lét ekki segja mér það tvisvar. Nei! Við erum aldrei ein. Verndandi öfl umlykja okkur á alla vegu. Ástvinimir horfnu halda áfram að muna okkur, og stundum að minnsta kosti geta þeir leiðbeint okkur og greitt götu okkar. Einnig getur það komið fyrir, að við ná- um sambandi við æðri vitsmunaverur, sem stundum hafa nefndar verið verndarenglar okkar, og er falið það hlutverk að gæta okkar. Eigi að síður er það okkar skylda, en ekki þeirra, að bera ábyrgðina á lífi okkar og breytni. En við ættum að þiggja ráðin að handan, sem gefin eru af góðum hug. Og við ættum að leita þeirra ráða, þegar vanda ber að höndum. Þó er rétt að treysta ekki öllu slíku í blindni, heldur fara að með skynsamlegri gát og svipað því, er við hlýðum á ráðleggingar góðra vina hér á jörð, yfirvega þau og at- huga og meta raunverulegt gildi þeirra, án tillits til þess hvaðan þau koma. Og ekki skyldu menn gera of mikið að þvi að leita ráða á miðilsfundum um hversdagsleg efni, eða fylgja í hugsunarleysi öllu því, sem mönnum þar kann að vera ráðið til að gjöra. Sambandið við andaheiminn á ekki að vera mönnum leik- ur eða dægradvöl, heldur heilagt alvörumál, engu síður en það að sækja guðsþjónustu. Og þá mun það vekja hið innra með okkur sterka þrá til þess að rannsaka sem gaumgæfi- legast, ekki aðeins það, hvað unnt er að fræðast um það líf, sem við tekur, heldur og um það, hvernig þessu sambandi er varið í raun og veru. Enn er margt lítt kannað í þessum efnum og þekkingu okkar ábótavant. Nákvæm, vísindaleg rannsókn á hinum sálrænu fyrirbærum er nauðsynleg, og okkar eigin reynslu verðum við einnig að vega og meta með ítrustu gát og varfærni, unz þetta smátt og smátt leiðir til traustrar sannfæringar um framhaldslífið. Næsta skrefið er,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.