Morgunn - 01.06.1964, Page 68
62
MORGUNN
hæfileikum og kom þess vegna ekki allt á óvart. Og ég minn-
ist þess, að hann sagði við mig oftar en einu sinni, að hann
mundi deyja tuttugu og átta ára gamall. Ég andmælti þessu,
en hann var örugglega sannfærður um þetta. En ekki vildi
hann segja mér, hvernig hann hefði fengið þetta hugboð.
Hann dó aðeins rúmlega tuttugu og átta ára gamall, þann
7. nóvember 1927.
Sigurður Magnússon.
Höfundurinn, Sigurður Magnússon, nú búsettur í Vestmanna-
eyjum, sem var sóknarbarn mitt, er atburðir þessir gerðust, hefur
góðfúslega leyft mér að birta þennan þátt, sem hér er að vísu ör-
lítið styttur. — Sigurður er greindur maður og gætinn, gæddur
nokkrum dulrænum hæfileikum og hefur skráð ýmislegt varðandi
þá reynslu sína. Má vera, að eitthvað af því birtist síðar í Morgni.
Ég sá Magnús Guðmundsson nokkrum sinnum og er í fersku
minni hið sviplega og sorglega andlát hans, S. V.