Morgunn


Morgunn - 01.06.1964, Side 77

Morgunn - 01.06.1964, Side 77
MORGUNN 71 en fyrir því telja spiritistar þegar fengnar sannanir, sem ekki sé unnt að hrekja eða benda á aðrar fullnægjandi skýr- ingar á mörgum hinna dulrænu fyrirbæra. Þeim, sem vildu kynna sér rannsóknir dulrænna fyrirbæra á síðustu árum og þær ýmsu tilgátur, sem fram hafa komið til skýringar á þeim, svo og þau helztu rök, sem menntaðir menn nú færa fram bæði með og á móti framhaldslífi, vil ég benda á nýlega útkomna bók, eftir prófessor Hornell Hart. Bókin heitir á ensku: The Enigma of Survival, en á islenzku mætti hún heita: Gáta framhaldslífsins. Höfundurinn, sem nú er háskólakennari í Kentucky, var um nítján ára skeið prófessor í þjóðfélagsfræði við Duke háskólann í Banda- ríkjunum, en lagði jafnframt stund á sálarrannsóknir og var náinn samstarfsmaður dr. J. B. Rhine við hans frægu til- raunir, er leitt hafa til þess, að fjarhrif og ýmis önnur skynj- anafyrirbæri án hjálpar skynfæranna, eða svonefnd ESP- fyrirbæri, eru nú af vísindunum yfirleitt taldar fullsannaðar staðreyndir. Eftir að prófessorinn í bókarlok hefur dregið saman og lýst í stuttu máli þeim meginrökum, sem fram hafa komið gegn spíritismanum, svo og rökum hinna, sem honum fylgja, lýsir hann sínu eigin viðhorfi til málsins á þessa leið: „Mitt lokaorð er þetta: Persónuleiki mannsins lifir af lík- amsdauðann. Það er sú niðurstaða, sem ég hef komizt að, eftir að hafa borið saman veigamestu rök andstæðinga spír- itismans og rök hinna, sem honum fylgja — gei’t það eftir beztu samvizku og hlutdrægnislaust“. Við þessa yfirlýsingu bætir hinn yfirlætislausi vísinda- maður því, að með þessu sé hann ekki að reyna að telja menn á sitt mál, heldur aðeins segja það, sem hann viti sann- ast og réttast. Það sem mestu skipti, sé það, að menn kynni sér sjálfir þessi mál gaumgæfilega og fordómalaust og byggi síðan sannfæringu sína á því, sem sannast reynist, og láti hana síðan hvetja sig til framhaldandi rannsókna og fyllri þekkingar. — Hér kveður við annan tón en víða ríkti fyrir sextíu árum, sem betur fer.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.