Morgunn - 01.12.1970, Síða 39
M O R G U N N
117
Ég kraup á kné fyrir framan flelið og reyndi að biðja um
hjálp. En skelfing var það erfitt. Hér var svo þröngt andlega,
og enginn var nálægur, sem gæti verið mér til aðstoðar. Ofur-
litla birtu fann ég þó nálgast, en aldrei náði hún alveg að flet-
inu. Hér þurfti áreiðanlega mikillar hjálpar.
En nú tók allt að liðast í sundur og hverfa í kring um mig,
og eins og létt lauíblað sveií ég hærra og hærra í skæra birtu
og sólfagurt umliverfi. Þetta var aðeins stutt augnablik, síðan
sjór og meiri sjór og loks rúmið mitt, og ferðinni var lokið.
Þessi ferð bafði mikil áhrif á mig. Ég hafði aldrei séð svona
Ijótt og ógeðfellt áður. Daginn eftir fór ég ein upp i hlíð i Hlíð-
skapar veðri og sat lengi á gamla steininum í henni Stórurð og
reyndi að hugsa hlýtt til allra þessara aumingja. Daglega tók
ég mér stund og sendi bænir og hlýjan hug út í dökka skipið
á hafinu.
Tvö ár liðu. Þá er mér á ný kippt úr likamanum og er kom-
m á sama staðinn og ég hafði verið á fyrir tveim árum, og sé
auðu, klettóttu ströndina og hafið fram undan. En sjórinn var
ekki eins þungur og grár og léttara í lofti. Skipið lá ekki eins
hmgt undan landi. Ég var fljót að komast þangað og kveið
engu. Skipið var ekki eins dökkt og fyrr, en þó var ekki bjart
yfir því, eitthvert litleysi. Á þilfarinu var að þessu sinni margl
fólk. En það hvarf mér samstundis. Eftir var aðeins einn mað-
ur. Það var Guðmundur.
„Nú liður mér miklu betur“, sagði hann. „Eg vissi alltaf, að
bænir og hlýr hugur gætu hjálpað. Það er orðið bjartara, og nú
er ég í hvítum fötum, og það fer miklu betur um mig. Ég vildi
hita bæði þig og aðra vita þetta“.
Ég leit í kring um mig. Ég sá enn opið svarta á þilfarinu. En
sjórinn var spegilsléttur og í hinum einkennilegustu blæbrigð-
um, bláum og dimmfjólubláum eða gulgrænum og jafnvel
gylltum lit með ljósrauðum rákum. Ég sveiflaðist út í þessa
htadýrð, unz alll hvarf. Lifið var að kalla á mig. — Oft varð
mér síðar hugsað um þetta, en svo fjaraði það út í önnum dag-
lega lífsins.
Árið 1945 hafði ég verið lengi veik, legið töluvert á annað