Morgunn - 01.12.1970, Síða 69
MORGUNN
147
eru alls, rökum eigin reynslu og eigin skynjana. Sú reynsla
mótaði öðru fremur allt viðhorf hans til lifsins og tilverunnar.
Hún varð honum í senn opinberun hins eilífa kærleika, mátt-
ar og vizku og um leið sú mikla gjöf, sem fyllti sál hans auð-
mýkt og þakklæti um leið og hún lét hann sífellt finna til
þeirrar ljúfu skyldu, að láta þá gjöf verða öðrum til styrkingar,
blessunar og heilla.
En starf hans á þessu sviði var jafnan unnið i kyrrþey og án
þess að láta á þvi bera eða hafa það í hámæli. Það var honum
heilagt mál og þjónusta. Því miður er ég hræddur um, að hann
hafi fátt eða ekkert skráð um störf sin og reynslu á þessum vett-
vangi. Það eina, sem ég í svipinn minnist að hafa séð á prenti
varðandi dulgáfur hans, er viðtal við hann í afmælisgrein, sem
birtist í Morgunblaðinu fyrir allmörgum árum. En vafalítið
munu í hugum margra geymast minningar um dulhæfileika
hans og einstök atvik í því sambandi. Væri mér einkar kært
að fá um slikt greinargóðar skýrslur og frásagnir.
f þessari stuttu grein verð ég að láta nægja að segja aðeins
Irá einu dæmi um gafu hans og hæfileika á þessu sviði, dæmi,
sem ég var sjálfur sjónar- og heyrnarvottur að og snerti auk
þess mig og f jölskyldu mína svo náið, að það hlaut að grópast
í hjarta mitt og hug.
Arið 1944 veiktist konan mín mjög skyndilega og var flutt
fárveik á Landspítalann. Læknarnir töldu vera um heilabólgu
og þó fremur heilaæxli að ræða, og væri hvorki fyrir hendi hér
a landi nægileg sérþekking né aðstaða til þeirra aðgerða, sem
þörf mundi vera ó. Hafði þá kona mín misst meðvitund að
mestu leyti eða öllu. Var lnin flutt á einbýlisstofu og mér gefið
fyllilega í skvn, að samvistum okkar hér mundi senn verða
lokið. Ég leitaði þá til Andrésar Andréssonar, því mér var
mætavel kunnugt bæði um dulgáfur hans og góðvild. Við sát-
um saman æði langa stund við rúm hinnar meðvitundarlausu
konu. Hvorugur sagði neitt — ekki upphátt að minnsta kosti.
Mér fannst sérkennilegt, að hann bar flata höndina að enni sér,
líkast þvi, að hann væri að horfa á eitthvað í fjarska, jafnvel
bandan við rúm og tíma.