Morgunn - 01.01.1978, Blaðsíða 7
MARTINUS:
ALDAHVÖRF
Ritgerð þá, sem hér fer á eftir tel ég hiklaust með því athyglis-
verðasta, sem birzt hefur í MORGNI hingað til. Það fellst í því,
að hér er litið á málin frá miklu víðari sjónarhól en við eigum
að venjast. Hér kennir þeirrar víðsýni, sem gerir okkur fœrt að
líta á okkur sjálf sem hluta af miklu viðáttumeiri heimi en við
venjulega höfum miðað við. Þetta er hinn stœrri heimur, sem vis-
indamenn eru nú farnir að tala um sem einustu skýringuna á svo
mörgu, sent við höfum ekki getað skilið. I bókmenntum allra alda
er annað veifið getið um menn, bæði svokallaða helga menn og
aðra, sem einhvern tima á æfinni hafa orðið fyrir eins konar upp-
ljómun, sem allt í einu opnar þeim sýn og skilning á samhengi
tilverunnar. Það er sameiginlcgt öllu þessu fólki, að viðhorf þess
til heimsins eins og hann er, taka gjörbreytingu. Allt verður skilj-
anlegt, jafnt hið illa sent hið góða. Þetta fólk öðlast þvi varanlegan
sálarfrið og kappkostar að lifa i samræmi við þennan nýja skilning
sinn og verður með þvi öðrum til blessunar. Og hver er þá niður-
staða þessara hamingjusömu einstaklinga? Það rneðal annars, að
göfugustu kenningar Krists og annarra guðdómlegra mikilmenna,
séu lögmál, sem enginn komist undan. Það sé þvi raunveruleg af-
staða okkar til þessara lögmála, sem hafi úrslitaáhrif ó hamingju
okkar eða ólán. Við séum með sanni okkar eigin gæfu smiðir. Við
hlustum á kenningar Krists en förum ekki eftir þeim. Sá sem brýt-
ur þessi lögmól hlýtur því að þjóst þangað til augu hans opnast
fyrir þvi, að það er ógæfuvaldur hans. Ef þetta er rétt, þá er það
á okkar eigin valdi að létta mótlætinu af okkur með breyttri hugs-
un, breyttum viðhorfum.
Danski spekingurinn Martinus er einn þessara uppljómuðu mikil-
menna. Hann telur )>að skyldu sina, að leiða okkur þetta fyrir
sjónir og gerir það með svo augljósum rökum, að það ætti að verða
hverjum meðalgreindum manni skiljanlegt. Við sjáum að hann
bendir okkur óhikað á þnð, að hvílíku viti við höfum gert mannlifið
á jörðinni. En hann visar okkur ekki til helvítis, eins og titt er