Morgunn - 01.01.1978, Blaðsíða 12
10
MORGUNN
fellur þeim ekki í geð. Þar með koma þeir fram sem „verj-
endur“ og „sækjendur“, og af því leiðir að þeir eru „striðs-
menn“. Á meðan sækjendur og verjendur mynda samfélögin,
eða þeir sem eru fyrst og fremst striðsmenn að eðlisfari, þá
er háð stríð á einn eða annan hátt, bæði milli einstaklinga og
þjóða. Svo lengi sem stríð er háð, er þörf á mönnum sem
geta skapað frið, mildað eða sefað hugarfar deiluaðila og verið
þeim sem fallinn er á verkum sinum til huggunar og leið-
beiningar. Ef samfélagið á ekki stofnun byggða á slikum óhlut-
drægum, friðelskandi verum, sem geta mótað andlegt líf þess,
þá má likja því við einstakling, sem er sjálfur andlega trufl-
aður.
Er það ekki einmitt slík andleg truflun, sem setur svip sinn
á öll kristin ríki veraldar? — Þau eru orðin mestu drottnarar
og kúgarar annarra þjóða. Þau eru snjöllust i framkvæmdum
hins banvæna lögmáls. Þau framleiða og nota mest af morð-
vopnum, allt frá venjulegum rýtingum til útsmoginna ger-
eyðingarvopna, svo sem atómsprengjunnar, auk sýkla og efna-
fræðilegra stríðsvopna, sem jafnvel eru talin taka atómsprengj-
unni fram í eyðingarmætti. Jafnframt þessari yfirburða hæfni
í stríði og manndrápum halda þau uppi og löggilda geistleg
yfirvöld, fylkingar lærðra presta, sem frá þúsundum prédik-
unarstóla boða lögmálskjarna kristindómsins eða bróðurkær-
leikans i formi fyrrnefndra aðvarana Jesú um sverðið og um
að fyrirgefa fjendum sínum. Gegnum þessi sömu geistlegu
yfirvöld eða stofnanir veita fyrrnefnd kristin ríki sérhverju
barni, sem fæðist innan endimarka þeirra, aðgang að hátíð-
legri inngöngu i hið kristna samfélag í formi löggiltrar skirnar
og fermingar.
Hin kristnu ríki eiga i kirkjunni eða hinum geistlegu yfir-
völdum eins konar friðarstofnun, sem átti að vera hinn and-
legi „fasti punktur" þeirra. En eins og við höfum séð, hefur
þessi „fasti punktur" farið úr skorðum og glatað festu sinni,
þar eð hin efnislega gerð hans i mynd geistlegu yfirvaldanna,
það er að segja prestanna, varð hlutdræg. Prestarnir gátu ekki