Morgunn - 01.01.1978, Blaðsíða 10
8
MORGUNN
frelsa eða endurleysa heiminn. Svo allsráðandi varð þessi vax-
andi aflvaki haturs og eigingirni, að jafnvel hinir löghelguðu
fulltrúar kristinnar kirkju hótuðu einnig dauða, hlekkjum og
báli og boðuðu með þrumandi raust ógnir glötunar og helvítis
yfir alla þá meðbræður, sem hugsuðu á annan veg. Voru menn
ekki leiddir á bál þúsundum saman eftir að hafa verið þving-
aðir til þess á pínubekknum að játa sig seka um verknað, sem
þeir höfðu aldrei framið? Og er það ekki sú hin sama vand-
læting miðalda-hjátrúar, sem stundum hefur komið kirkjunn-
ar mönnum til að gleyma boðum heimslausnarans um að
slíðra sverðið og fyrirgefa órétt? Iíafa þeir ekki einmitt lagt
blessun sína yfir hinar ægilegu morðvélar, herskip, skrið-
dreka og fallbyssur og æst hermenn þjóðar sinnar upp til þess
að ausa dauða, limlestingum og eyðileggingu yfir „óvininn?“
— Og hafa þeir ekki þar með framið skemmdarstarf gegn
hinum helgu boðum bíblíunnar um fyrirgefningu og bróður-
kærleika hins sanna kristindóms, sem var lögboðin kennslu-
grein í þeirra eigin ríki? Hvernig getur prestur útdeilt sakra-
mentum eða flutt friðarprédikun með morðvopn undir hemp-
unni? Og hvernig getur það samræmzt breytni Jesú að formæla
fjendum sínum? Sagði hann ekki: „Faðir fyrirgef þeim, því
að þeir vita ekki hvað þeir gjöra?“
II.
Hin sanna köllun kirkjunnar.
En hver á að kenna mönnunum kristindóm eða lunderni
Jesú og þar með sanna menningu, þegar þeir, sem hlotið hafa
löggildingu ríkisins sem fulltrúar og valdhafar kristindóms-
ins, sverja sig í ætt við heiðnina eða siðvenjur tímanna fyrir
fæðingu Krists? Er prestastéttin eða yfirvöld trúarbragðanna
ekki fulltrúar hins andlega lífs hvers ríkis eða hinnar sálrænu
hliðar þess? En ef andlegt lif eða sál ríkisins fylgir ekki krist-
indómi, hvernig getur þá hin efnislega hlið þess, menning
og framferði verið í samræmi við hann? Segir ekki svo i krist-