Morgunn - 01.01.1978, Blaðsíða 8
6
MORGUNN
orðið hjá þeim sem hafa látið ofstækið blinda sig í trúarefnum.
Hann gerir þetta allt saman ofur skiljanlegt með skýrum rökum
sínum. Og einmitt þess vegna dæmir hann engan, sökum þess að
hann veit að að skilja er að fyrirgefa.
Þessi ritgerð birtist hér i fyrsta skipti é islenzku í þýðingu Þor-
steins Halldórssonar. — Æ.R.K.
I.
Árekstrar kristnu heimsmyndarinnar við liámenninRuna.
Um þúsundir ára hefur því verið haldið að mönnum, að
lífsferill þeirra hvers og eins hafi byrjað með getnaði i móð-
urkviði, og að lif þeirra hér á jörðu sé hið eina á efnislega
sviðinu. Að vísu séu þeir gæddir ódauðlegri sál, en hún haldi
áfram tilveru sinni eftir líkamsdauðann á andlegu sviði, ann-
aðhvort „eilífu“ lífi i dýrð og vegsemd, hinu svonefnda
„Himnaríki", eða „eilifu“ lífi í „glötun“, hinu svonefnda
„Helvíti“, allt eftir þvi hvort menn hafi hlotið „fyrirgefn-
ingu syndanna“ eða elcki. Þetta er burðarásinn í heimsmynd
eða heimsskoðun hinnar kristnu kirkju.
Samkvæmt þessari lifsskoðun eru lifverurnar, eins og allt
annað, skapaðar af Guði. Áhyrgð á fullkomleika eða ófull-
komleika þessara „sköpuðu hluta“ hlýtur því eingöngu að
hvíla á guðdóminum sjálfum. „Hið skapaða", og þar með
jarðneski maðurinn, getur samkvæml þessu engan veginn
borið sjálft ábyrgð á fullkomnun sinni eða ófullkomleika. Sé
það ekki fullkomið, hlýtur það að stafa af yfirsjón guðdóms-
ins, sem hefur „skapað" veruna, en ekki af yfirsjón verunnar
sjálfrar. Eigi að síður krefst hinn kirkjulegi kristindómur þess,
að menn iðrist „synda“ sinna og biðji guðdóminn fyrirgefn-
ingar á þeim ófullkomleika, sem getur ekki verið þeim að
kenna, þar eð þeir, samkvæmt sama kristindómi, hafa ekki
skapað sig sjálfir. En með þessu lendir hin arfgenga kristna
heimsmynd í árekstri við hámenninguna eða þá rökhyggju,
sem annars má greina að baki sérhverrar sköpunar í náttúr-