Morgunn - 01.01.1978, Blaðsíða 66
64
MORGUNN
að, hvað þá leikið eftir: „Guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér
sjálfur.“ Ég var orðlaus yfir þessari ábendingu, og þegar ég
kom niður til kvöldverðar, spurði Lauga mig í einlægni sinni,
hvort ég væri ekki ánægður yfir því, sem þeir hefðu bent
mér á, hvort mér litist ekki vel á efnið. Hún hafði bersýni-
lega ekki hugmynd um, hvað hún hafði skrifað á blaðið. Hún
bætti við, þegar hún sá, að ég varð hálf lúpulegur á svipinn,
að þeir hinum megin væru mjög ánægðir með mig núna og
að þetta próf myndi ganga betur en hitt, enda kom það á dag-
inn, en tilraunum mínum var lokið.
Árið 1943 var ég farþegi i bíl á leið til Þingvalla á stúdenta-
mót. Billinn var mesta skruggukerra af Lincoln-gerð, og þeg-
ar við nálguðumst Leirvogsvaln, sagði ökumaður bifreiðar-
innar, sem var sonur eiganda hennar, en eigandinn var ekki
með í ferð: „Nú erum við á 120 km hraða, kannski tekst
mér að slá metið á leiðinni til Þingvalla.“ En það skipti eng-
um togum, bifreiðin tók að rása á veginum, lenti á brúar-
stöpli við lækinn úr Leirvogsvatni, fór veltur og lenti á hjól-
unum ofan í uppistöðu, sem þá var í læknum og við sátum allt
í einu öll í vatni — farþegarnir fimm og bílstjórinn ökuglaði
— upp undir hendur. Hefði híllinn ekki lent á hjólunum,
hefðum við öll drukknað innilokuð í bílnum. Á þeim mínútu-
brotum, sem þetta tók, sá ég alla ævi mína liða fyrir hug-
skotssjónum mínum, líkt og hæggeng filma, allt sem ég hafði
tekið nærri mér kom skýrast fram, fall á prófi, atvik sem
vakið höfðu geðshræringu eða hrifningu mína, en meðan
þetta skeði vissi ég, að mínu lífi væri lolcið og ég einhvern
veginn sætti mig að heita má við það. — Fólk, sem sá þetta
ske, taldi óhugsandi, að nokkur væri lifandi i bílnum. Við
vorum öll ómeidd og ég hélt einn áfram ferð minni, gegn-
blautur, en gagntekinn af lífsgleði eftir að hafa sloppið
ómeiddur frá þessu. Fólk, sem varð vitni að slysi þessu, tók
mig með sér lil Þingvalla, en hinir farþegarnir höfðu fengið
meira en nóg og sneru aftur til Reykjavikur.
Sú undarlega reynsla, sem ég hafði orðið fyrir gagntók
huga minn og fyllti mig ósegjanlegri hamingju — það var