Morgunn


Morgunn - 01.01.1978, Blaðsíða 76

Morgunn - 01.01.1978, Blaðsíða 76
74 MORGUNN Hr. Ævar R. Kvaran, Æsufelli 6, Rvík. Góði vinur. Eftir eitt af þinum ágætu erindum i Rikisútvarpinu, ósk- aðir þú eftir upplýsingum um dulræna reynslu hlustenda, ef einhver væri, og fólk vildi tjá sig um hana. Að gamni mínu ætla ég að verða við ósk þinni og telja fram nokkur fyrirbæri, sem ég skil ekki fullkomlega, þótt ég hafi ef til vill einn móttökulampa í tækinu umfram það sem almennt gerist í módel 1909. Þú getur aftur á móti skýrt þau fyrir mig að einhverju leyti, maður með mikla reynslu og lestur um þessi mál. — Þætti mér vænt um ef þú sendir mér linu viðvíkjandi þessu, en nú koma sögurnar raunveru- legar og sannar: 1. Þegar ég var 5—7 ára vöknuðu foreldrar minir snemma morguns við mikinn grát i mér, þar sem ég lá i rúminu og strauk vinstri handlegginn og sagði í sífellu: „Mig svíður svo í Miðengi“. Miðengi var hús Renedikts Tómassonar í um 300 m fjarlægð frá Grund, þar sem við bjuggum. Benedikt og kona hans Guðrún áttu þá nokkra syni. — Um hádegi sama dag fréttum við að einn þeirra hefði brennt sig illa á hand- legg, nokkrum klukkustundum eftir mína brunatilfinningu. mig minnir þeim megin sem ég nuddaði. 2. Nokkrum árum síðar var ég að skrúfa á mig skauta inni i stofu, og hljóp svo fram hjá eldhúsinu, sem var á hægri hönd. — Um leið og ég fór fram hjá því, sá ég þar gamla konu með höfuðklút og herðahyrnu róa fram á stól á miðju gólfi. — Ég fór til baka til þess að athuga hver þetta væri, en hún var horfin án þess að koma út um þær einu dyr sem um var að ræða. Mér brá heldur illilega og það varð ekki úr skauta- ferð þann daginn. — Á þessum árum sá ég einnig mórauðan hund í pakkhúsi í verslun föður mins, sem gufaði hreinlega upp. Sama skeði með konu í kálgarði mörgum árum síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.