Morgunn - 01.01.1978, Blaðsíða 73
RADDIR LESENDA
71
aí dulargáfum, önnur en lækningar, hef ég ætíð talið sálfarir
eða tvífaraferðir, sem ég tel eitt og hið sama. Þær hafa sannað
mér það aðalatriði, að andi mannsins eða sál er sjálfstæð efn-
ísverund. Að vísu samofin lioldslikamanum meðan samband
þeirra varir, og þó þannig, að hún getur að mestu leyti yfir-
gefilð lioldslíkamann og farið sinna ferða utan hans. 1 þessu
lífi þó eingöngu undir stjórn annarra sálfarenda eða tvífara,
þroskaðri vera að handan.
Nú alveg nýlega eignaðist ég tvö kver sem heita „Islend-
mgabyggð á öðrum hnetti“, eftir Guðmund Daviðsson, Hraun-
um, Fljótum. Þar eru tveir fyrirlestrar' er höfundur hélt á Sauð-
árkróki 29. og 30. des.
Fyrirlestrarnir eru útdráttur úr dulrænni skrift Guðmund-
ar, en hann vann sig í það að ná sambandi við látinn föðrvr
sinn, frændur og fleiri. Sambandið virðist liafa verið mjög
gott, enda fátt, sem hefur truflað, þar sem hann var einn að
verki, hafi hann getað hamið eigin hug. Hvíslendur hans, en
svo kallast þeir, er fræða Guðmund handan að, lýsa æði mörgu
frá framlifi sínu, sem mjög fróðlegt er, þó fátt verði talið hér.
Þeir kalla hnöttinn sinn Fjörgyn, en vísindaheiti hans er
Karitatata. Þeir skýra það hvernig þeir eignast nýjan holds-
líkama, er þroskast upp af efnum, er sálin her í sér héðan
*ueð hjálp handan að.
Með því athyglisverðasta, er þeir skýra frá, virðist mér það,
að vegna aukins þroska þeirra eru þeir langtum frjálsari en
hér að fara ferða sinna utan líkamans í sálförum eða tvifara-
ferðum. — Og þannig fara þeir „með meir en leifturhraða
hnatta á milli“. Einn endar pistil sinn með þessum orðum:
55Ég sit hér í hægindastól heima hjá mér og tvífari minn er
hjá þér og hvíslar að þér“.
Það virðist mér mjög athyglisvert m. a. að verund fram-
hðinna, er hér hirtist, virðist mjög svipuð verund sálfarenda
°kkar að gerð og getu.
Er ég las bók J. Þ. „Lif er að loknu þessu“, vöktu sérstaka
athygli mína orð Finnu þá hún lýsir framlífi sínu, bls. 214: