Morgunn - 01.01.1978, Blaðsíða 83
RADDIR LESENDA
81
mitt sú, að margt af því, er þér hafið mælt, örvar mig á ýmsan
hátt til að fá frekari skýringar, á sama hátt og þegar ég —
sautján ára — sat við hlið vinar míns, í Fríkirkjunni í Reykja-
vík, veturinn 1918 til 1919 og veitti athygli hverju því orði
er séra Haraldur Níelsson mælti. Ég hreifst af orðgnótt hans
°g þó sérstaklega af því hve margar samlíkingar hans voru
sannfærandi. Þann sama vetur kynntist ég einnig — örlítið —
afa yðar — Einari Hjörleifssyni rithöfundi, en skoðunum hans
hetur síðar, þegar hann og Sigurður Nordal prófessor gengu
á hólm fyrir opnum tjöldum. — Ein mynd af afa yðar, Einari
Hjörleifssyni og séra Haraldi, frá fyrrnefndum vetri er enn
fycwlifandi í spegli minninga minna. Það var snemma dags, í
sólskini, sennilega i mars, að leið mín lá fram hjá Eymund-
sens bókabúð, í suðvestan hvassviðri. Ég nam staðar í skjóli,
því tveir menn, sem ég veitti sérstaka athygli, komu vestan
gangstéttina og stefndu á mig. Þetta voru þeir Einar Kvaran
°g sr. Haraldur. Þeir töluðu óvenju hátt, til að yfirbuga storm-
tnn og notuðu ofurlitlar handahreyfingar, svo jafnvel mér gat
ekki dulist að efnið, sem þeir voru að tala um, tók hug þeirra
allan. Mér varð litið framan í þá og ég minnist ekki að hafa
seð nein augu leiftra eins og er þeir litu hvor á annan og létu
orð falla um það, sem öllu var æðra. 1 því sambandi nefndu
þeir einhvern horfinn vin. Rann þá upp fyrir mér ljós, sem
varð til þess, að ég þóttist fara nærri um umræðuefnið. Mér
hitnaði inn að hjartarótum.
Móðir mín var mjög trúuð kona og treysti á miskunnsaman
guð og Meistarann fró Nazaret. Ég held einnig að hún hafi
ottast eldana í helvíti. En því vík ég að þessu síðastnefnda, að
þegar ég var sex ára kom til okkar trúboði, skömmu fyrir
)ólin. Seint um kvöld prédikaði hann fyrir heimafólkinu á
Hafursstöðum i öxarfirði, þar sem ég átti lieima. Það sátu
allir á rúmum sínum hljóðir með hátíðasvip. Eg hjúfraði mig
við hlið móður minnar, sem hélt um mig. Mér varð fljótt um
°g o að horfa á prédikarann, hvernig hann hagaði sér. Hann
benti með höndunum, ýmist upp i loftið eða niður í gólfið og
brýndi svo raustina, að mér fannst hann öskra, þegar hann
6