Morgunn


Morgunn - 01.01.1978, Blaðsíða 61

Morgunn - 01.01.1978, Blaðsíða 61
YFIRSKILVITLEG REYNSLA 59 urnar á nótnaborSinu færðust niður og upp aftur meðan lagið var leikið til enda, líkt og verið væri að leika á píanóið af fingrum fram og þó var þar enginn nærri. Unga konan, sem braust í gegnum illviðrið fékk heiftuga lungnabólgu og andaðist skömmu síðar og var þessi sálmur þá talinn hafa verið fyrirboði andláts stúlkunnar er fyrr getur. Vorið sem ég var í fimmta bekk i menntaskóla var ég eina laugardagsnótt á leið heim gangandi og stytti mér leið yfir holtið, þar sem DAS-byggingarnar eru nú. Þar voru þá engin mannvirki, aðeins jökulrispað stórgrýti. £g hcf ætíð verið blessunarlega laus við alla myrkfælni og veit ekki hvað það er að vera myrkfælinn. Þarna á liæðinni mætti ég gamalli konu, sem kom með nokkurri ferð á móti mér. Hún var með sjal yfir höfðinu. Ég var i góðu skapi en hafði reyndar ekki smakkað dropa af áfengi frekar en endra nær, en var að koma af skóladansleik, og hafði lent í partíi með skólafélögum mín- um fram eftir nóttu. Nú er ég mætti konunni þá sagði ég stundarhátt, „góðan daginn,“ en fékk ekkert svar. I galsa mínum sneri ég mér við og hrópaði á eftir konunni, „ég sagði góðan daginn.“ Gamla konan sneri þá við og kom í humátt á eftir mér. Mér fór þá ekki að verða um sel, aldrei þessu vant, og greikkaði sporið, en alltaf var hún jafnlangt í burtu. Þegar ég var kominn heim að spítalabyggingunni hvarf mér þessi sýn; en þegar ég kom upp í herbergi okkar tveggja næst yngstu bræðra, þar sem brcðir minn lá sofandi, reis hann skyndilega upp í rúminu, benti út í herbergið og sagði: „Hvað vill hún okkur þessi ganda kona?“ Nú sá ég ekki lengur sýn- ma, en greinilegt var, að bróðir minn sá gamla konu. — Mér brá verulega við þetta, en hafði ekki annað að segja en að það væri engin gömul kona í herberginu og hann ætti bara að sofa áfram. Mér varð svo mikið um þetta, að ég fór sjálfur út á spítala og fékk þar hressandi kaffi hjá næturvaktinni, sem alltaf var þar á boðstólum og sat þar nokkra stund að jafna mig. Þegar ég kom aftur upp í herbergi okkar, að liðnum nærri klukkutíma, endurtók sagan sig. Bróðir minn reis upp sofandi í rúminu og benti út i herbergið og spurði, hvers vegna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.