Morgunn - 01.01.1978, Side 61
YFIRSKILVITLEG REYNSLA
59
urnar á nótnaborSinu færðust niður og upp aftur meðan lagið
var leikið til enda, líkt og verið væri að leika á píanóið af
fingrum fram og þó var þar enginn nærri.
Unga konan, sem braust í gegnum illviðrið fékk heiftuga
lungnabólgu og andaðist skömmu síðar og var þessi sálmur
þá talinn hafa verið fyrirboði andláts stúlkunnar er fyrr getur.
Vorið sem ég var í fimmta bekk i menntaskóla var ég eina
laugardagsnótt á leið heim gangandi og stytti mér leið yfir
holtið, þar sem DAS-byggingarnar eru nú. Þar voru þá engin
mannvirki, aðeins jökulrispað stórgrýti. £g hcf ætíð verið
blessunarlega laus við alla myrkfælni og veit ekki hvað það
er að vera myrkfælinn. Þarna á liæðinni mætti ég gamalli
konu, sem kom með nokkurri ferð á móti mér. Hún var með
sjal yfir höfðinu. Ég var i góðu skapi en hafði reyndar ekki
smakkað dropa af áfengi frekar en endra nær, en var að koma
af skóladansleik, og hafði lent í partíi með skólafélögum mín-
um fram eftir nóttu. Nú er ég mætti konunni þá sagði ég
stundarhátt, „góðan daginn,“ en fékk ekkert svar. I galsa
mínum sneri ég mér við og hrópaði á eftir konunni, „ég sagði
góðan daginn.“ Gamla konan sneri þá við og kom í humátt
á eftir mér. Mér fór þá ekki að verða um sel, aldrei þessu
vant, og greikkaði sporið, en alltaf var hún jafnlangt í burtu.
Þegar ég var kominn heim að spítalabyggingunni hvarf mér
þessi sýn; en þegar ég kom upp í herbergi okkar tveggja næst
yngstu bræðra, þar sem brcðir minn lá sofandi, reis hann
skyndilega upp í rúminu, benti út í herbergið og sagði: „Hvað
vill hún okkur þessi ganda kona?“ Nú sá ég ekki lengur sýn-
ma, en greinilegt var, að bróðir minn sá gamla konu. — Mér
brá verulega við þetta, en hafði ekki annað að segja en að það
væri engin gömul kona í herberginu og hann ætti bara að
sofa áfram. Mér varð svo mikið um þetta, að ég fór sjálfur
út á spítala og fékk þar hressandi kaffi hjá næturvaktinni,
sem alltaf var þar á boðstólum og sat þar nokkra stund að
jafna mig. Þegar ég kom aftur upp í herbergi okkar, að liðnum
nærri klukkutíma, endurtók sagan sig. Bróðir minn reis upp
sofandi í rúminu og benti út i herbergið og spurði, hvers vegna