Morgunn - 01.01.1978, Blaðsíða 72
Úr bréfi frá Páli H. Árnasyni:
Þórlaugargerði, Vestmannaeyjum, 29. 12. 1977.
Vil nota tækifærið og drepa á smávegis málefnalegt. Ég
varð hrifinn af Nyalsbókum H. P. og gekk í Félag Nyals-
sinna er það var stofnað. Áleit þá Nyalssinna með frjálslynd-
ustu og viðsýnustu sannleiksleitendum. Varð þó fljótt fyrir
vonbrigðum í því efni, ég með þá og þeir með mig. T. d. kom
fljótt fram mikill skoðanamunur okkar í milli á sálförum,
endurburði og m. fl. Þó eru tvö atriði, er ég tel mig að mestu
eiga enn sammerkt við þá, en það eru: 1. Sú skoðun að mann-
legt framlíf fari fram á öSrum hnöttum geimsins, en ekki í
beltum kringum þá, kannski langt li li í geim, eins og sýnt
befur verið á skýringarmyndum sálarrannsóknarmanna.
2. Ég held að H. P. hafi mikið til síns máls í draumskýr-
ingum sínum, svo sem að dreymandi komist stundum, jafnvel
oft, í vitundarsamband við annan einstakling, er þá verður
draumgjafi hans meðan sambandið varir. Nái slík sambönd
oft til annarra hnatta. Eitt sinn dreymdi mig að ég liti i
spegil og sá ég þá allt annað andlit en mitt. Og dreymt hefur
mig glögga drauma um að ég gæti svifið, þó með erfiðleikum.
Annars er ég því miður hvorki draumamaður né dulrænn,
en hef lesið allmikið af bókum um dulræn efni. T. d. um
lestramiðlana okkar, Edgar Cayce o. fl. Einhver merkilegust