Morgunn


Morgunn - 01.01.1978, Side 89

Morgunn - 01.01.1978, Side 89
RADDIR LESENDA 87 Kent, Englandi 11. des. 1977. Hr. ritstj. Ævar R. Kvaran, Tímaritið Morgunn, Reykjavík. Kæri Ævar Kvaran. Um síðastliðin áramót kom út á vegum Hafsteins Guð- mundssonar dálítið ljóðakver eftir mig, og nefnist Haugfé. Vitanlega gat ég ekki sjálfur annast prófarkalestur, og gerði dr. Finnur Sigmundsson jiað fyrir mig, og að vonum ágætlega. En ihann varð að treysta á handrit mitt, og því var dálítið ófátt, því ég er tekinn mjög að sljóvgast. Versti misbresturinn á handritinu var sá, að af fimm erinda kvæði, vantaði jirjú hin siðustu og er kvæðið snubbótt án þeirra. En nú hefi ég fundið þau og vildi mjög gjarna koma þessu smákvæði út heilu. En i’áð til þess sá ég engin, unz í dag því sló niður í mig eins og leiftri, að vera mætti að þú gætir leyst vandann, því efnisins vegna ætti kvæðið ekki illa heima í Morgni. Hafsteinn veit ekkert um þetta slys, en ef við lestur kvæðisins, sem ég legg hér með, þú skyldir líta á erindin sem tækileg, vildi ég mega biðja þig að hringja til hans og ræða málið við hann. Ef úr- slitin yrðu þau, að þú tækir erindin til birtingar, bið ég jiig oð gera það með jieirri skýringu, að erindin tvö hefðu orðið eftir hjá mér þegar ég sendi handrit mitt, og að þarna sé um að ræða kvæðið á bls. 93 i kveri mínu Haugfé. — Fleira held eg ekki að ég þurfi um þetta að segja. Öska þér gleðilegra jóla, og er, með alúðarkveðju, þinn einlægui. Snœbjörn Jónsson. PS Óska það skýrt tekið fram, að ég einn á sök á þessari slysni. KYNSLÓÐ AÐ HVERFA Vinir falla, unz ég er einn að kalla um sviðið;

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.