Morgunn - 01.01.1978, Blaðsíða 18
16
MORGUNN
komið fram sem miðilshæfileikar, skyggni, fjarskynjun eða
því um líkt, en þessi fyrirbrigði geta ekki talizt kosmisk eða
hásálræn, þvi að þau eru bundin tima og rúmi engu síður en
hreinlega líkamlegar skynjanir. Þau veita ekki eilífðarsýn,
það er að segja skynjun einhvers, sem er óháð tíma og rúmi,
einhvers, sem hvorki verður mælt né vegið. Nefndar skynj-
anir verða því ætið bundnar tima og rúmi, sem aftur er sama
og það, sem verður mælt og vegið. Það ætti að vera augljóst,
að heimsstyrjaldir eða örlög mannkynsins eru ekki spurningar
um mál og vog, heldur sálrænt vandamál. Sálræn vandamál
verða ekki leyst með máli og vog. Mál og vog sýna það sem
takmarkað er, og takmarkanir eru aftur sama og það, sem
greinist frá heildinni. En það sem greinist frá heildinni getur
aðeins verið staðbundið og sú útkoma sem fæst með greiningu
hins tímabundna getur ekki átt við þá heild, sem hið stað-
bundna tilheyrir. Tvennar niðurstöður koma því til greina,
þegar rætt er um alheiminn eða kosmos, sem sé staðbundnar
niðurstöður og heildarniðurstöður. Með venjulegri líkamlegri
skynjun og þeim fyrrnel’ndu sálrænu skynfærum sem henni
eru bundin fáum við aðeins skynjað staðbundin atriði, það er
að segja það sem takmarkast af tíma og rúmi og það sem verð-
ur mælt og vegið. Þetta er hið lága skynjanasvið, sem veitir
enga fræðslu eða greiningu á því, sem mælir og vegur og
skapar þar með timann og rúmið eða birtist sem viljastjórn
sjálfsins í lífverunum. Þetta sjálf eða ,,eitthvað“ er þá skap-
arinn að baki hinu skapaða. Þar sem skaparinn greinist frá
hinu skapaða af því að hann er ekki eins og það háður upphafi
og endalokum, verður hann ekki skynjaður með hinum lágu
tíma- og rúmbundnu skynfærum, þvi að þau eru háð upp-
hafi og endalokum.
Að til er slíkur skapari utan rúms og tíma eða „eitthvað“,
sem ekki er háð rúmi eða tíma og verður þá ekki heldur mælt
eða vegið, verður staðreynd meðal annars af því, að lífið eða
lífveran er ráðgáta i sjálfu sér og verður því dularfyllra, því
voldugri fjarlægðir sem mönnum hefur tekizt að skynja í
tíma og rúmi með hjálp tækni og efnafræði. En þar sem ráð-