Morgunn


Morgunn - 01.06.1980, Page 7

Morgunn - 01.06.1980, Page 7
RAGNHILDUH OLÖF GOTTSkAi.KSDÓTTIR 5 nýr postuli í hópinn, þá var tekinn maður, sem hafði verið vottur að upprisunni. Og þegar Tesús sendi lærisveinana út um heiminn, þá lagði hann áherslu á þetta sama. „Þér eruð vottar þessara hluta.“ Fyrir boðskap og vitnisburð frumvottanna breiddist trúin á Krist og trúin á ódauðleikann út um heiminn og nýir vott- ar tóku við og hver af öðrum i rás aldanna allt til okkar daga. Við kveðjum hér í dag einn þessara votta, konu sem hefur horið vitnisburðinn um upprisuna og ódauðleikann til okkar og svo ótalmargra annarra hæði hérlendis og erlendis, Henni var gefin sú sérgáfa, sem gerði henni mögulegt að s]á út fyrir hinn jarðneska sjóndeildarhring, sjá hluti, sem hún hlaut að bera vitni. Og jafnframt var hún valin til að vera farvegur fyrir kraft oy styrk úr æðra heimi, lækningamátt, sem mörgum hefur orðið til blessunar. Fyrir þessa hluti, fyrir þá náð, sem henni var gefin, hefur hún orðið einn af áhrifa- mestu vottum okkar samtiðar og því hef ég gert páskaguð- spiallið að yfirskrift þessarar stundar, af því að ég sé hana ekki sist sem arftaka kvennanna, sem komu frá gröfinni til að flytia tíðindin um þann mikla sigur, sem hafði í eitt skipti fyrir öll þurkað dauðann út sem afl eða vald, en gert hann að fæðingu til nýs lífs. Ragnhildur í Tiarnargötunni, eins og hún var oftast nefnd, var trú þessum vitnisburði. Hún lét hvorki misskilning né fordóma hindra sig. í bæn og trú vann hún hlutverk sitt, i auðmýkt, fyrir Krist, fyrir hinn upprísna, lifandi Drottin, sem hún hafði sjálf oft séð og vissi, að átti og á allt vald á himni og iörð. Hún hét fullu nafni Ragnhildur Ólöf Gottskálksdóttir. Hún fæddist 11. mars árið 1903 að Görðum í Kolbeinstaðahreppi á Snæfellsnesi, dóttir Gottskálks Riörnssonar húsameistara frá frá Stórahrauni og konu hans Sesseliu Þorsteinsdóttur frá Grenium. Ragnhildur var þriðja yngst 7 systkinabarna þeirra. Hún missti móður sína fjögurra ára gömul og fór þá i fóstur að Haukatunpu til föðursystur sinnar, Guðríðar, og manns hennar Páls Sigurðssonar. Þar var Ragnhildur til 11 ára ald-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.