Morgunn


Morgunn - 01.06.1980, Page 67

Morgunn - 01.06.1980, Page 67
BÆKUR 65 til þess að framleiða og bæta tæki sem til þess eins eru ætluð að eyða mannslífum. Það ber ekki mikinn vott um andlegan þroska mannkynsins, að svo að segja hver einasti ungur mað- ur er neyddur til þess að eyða nokkrum arum ævi sinnar til þess að læra að drepa menn. Sökum þess gífurlega ótta, sem skapast meðal manna í styrjöldum leysast iðulega úr læðingi hin verstu öfl í mann- inum, því honum er kennt að hata óvini sína. En þótt undar- legt megi teljast, þá gerist endrrnn og eins hið gagnstæða, að í voðalegum raunum brýst kærleikurinn í manninum fram, þrátt fyrir allt; innsti kjami mannsins, svo hann getur orðið helgum manni líkur að umburðarlyndi og góðleik. Bók sú, sem hér er gerð að umtalsefni sýnir þetta mjög ljóslega. Hún er annars vegar lýsing á vitfhTÍngslegri grimmd, svo voðalegri, að erfitt er að skilja hvemig nokkur manneskja getur komið þannig fram við aðra mannveru, og hins vegar lýsir bókin einnig ótrúlegu afli kærleikans, eins og hann getur lýst sér hjá mönnum, sem öllu virðast sviptir og algjörlega á valdi grimmdar og mddaskapar. Hér er ekki verið að segja frá atburðum í skáldsögu, held- ur um að ræða frásögn manns sem persónulega lifði þetta allt saman og tók þátt í því. Það er að sjálfsögðu enginn skemmti- lestur að lesa um ofbeldi á varnarlausum mönnum, en ef við ætlum að kynnast manninum eins og hann er i raun og veru, verðum við að hafa hugrekki til þess að skoða allar hliðar persónuleikans, einnig þær sem manni býður við. Ef við ætlum að leita sannleikans, þá þýðir ekki að snúa sér undan því, sem samræmist ekki óskmn okkar. En ég fullvissa lesendur þessarar bókar um það, að það borgar sig að lesa þessar frásagnir, því þær bera einnig með sér hinn gífurlega og guðdómlega styrk, sem getur komið í ljós i ömurlegasta andstreymi. Þetta er sannkölluð hetjusaga. Ekki svo að skilja, að þess sé að vænta, að þessara hetja verði getið á blöðum sög- unnar. Þar er ekki pláss fyrir aðra en þá sem mest ber á í heiminum, en það eru iðulega engan veginn þeir sem tign- astir eru og göfugastir á hinum andlegu sviðum. 5

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.