Morgunn


Morgunn - 01.12.1980, Blaðsíða 19

Morgunn - 01.12.1980, Blaðsíða 19
Á LEIÐ TII, LJÓSSINS 113 okkar dögum. Margir sjúkdómar eiga sér sálrænar rætur, ég veit ekki hvað tölur bera með sér, en sannarlega væri sá maður frakkur, sem teldi sig geta greint með vissu hvaða kvillar væru með öllu óháðir geðrænum áhrifum. Enn búa með okkur frumstæð viðbrögð sem okkur voru ætluð til sjálfsvarnar, til að búa okkur undir átök eða flótta þegar hætta steðjaði að. Þegar reiði eða ótti ná tökum á okk- ur sendir heilinn boð til líffæranna um að búast til baráttu eða flótta. Innrennsliskirtlar láta til sín taka og adrenalín streymir l’rá nýrnahettunum út í blóðið. Hjartsláttur örvast, öndun verður hraðari, orkugjafar verða tiltækir i blóðinu. Ef við eyðum orkunni eins og til var stofnað er allt i lagi. Nú reynir á aðlögunarhæfni líkamans, sem leggur sig fram um að koma aftur á hinu glataða jafnvægi. Reyni of oft og of lengi á þessar aðlögunaraðgerðir líkamans veldur það líf- færaskemmdum. Einnig geta geðflækjurnar valdið líkamseinkennum. Flest höfum við heyrt um manninn sem þjáðist af asmaköstum, sem hann fékk af rósum. Þegar önnur ráð voru þrotin leit- aði þessi maður til geðlæknis. Fyrir viðtalið lét læknirinn, sem vissi um kvillan, rósir í vasa á skrifborðið i lækninga- stofunni. Það brást ekki, maðurinn fékk asmakast þegar i stað. Læknirinn gaf honum sprautu, sem fljótlega sló á ein- kennin. Maðurinn brást reiður við, en þá tók læknirinn eina rósina og tætti hana í sundur; hún var úr pappír. Svo sagði hann manninum, að efnið í sprautunni hefði verið hreint vatn. 1 viðtalinu sem eftir fór kom það i ljós, að á yngri ár- um var þessi maður heitbundin stúlku, sem hann unni mjög, En metorðagirnd hans hvíslaði að honum að hjónaband á þessu stigi málsins gæti hindrað embættisframa hans. Hann sendi stúlkunni sinni vikulega vönd af rauðum rósum en frestaði jafnframt brúðkaupinu hvað eftir annað. Að lokum sleit stúlkan trúlofuninni og giftist öðrum. Sá sem rósirnar sendi fékk taugaáfall og bældi minninguna um þessa atburði niður. En svo brá við að eftir það hafði hann ofnæmi fyrir rósum, þær orsökuðu asmaköst. Er hann nú gat horfst í augu 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.