Morgunn


Morgunn - 01.12.1980, Blaðsíða 44

Morgunn - 01.12.1980, Blaðsíða 44
138 MORGUNN Horfði ég á þetta góða stund og hefði varla getað séð það greinilegar um hábjartan dag. Ekki lýsti verulega af kross- markinu, en samt var eins og léki einhver kynjabirta um það í myrkrinu. Eg var þá fulltíða maður, þegar þetta bar mér fyrir sjónir, og ekki hafði ég af þvi neinn beyg, enda laus við alla myrkfælni á þeim árum. Seinna sá ég við sömu aðstæður allmörg hvalrif með fjarska einkennilegum myndskurði, og þótti mér þau standa upp við vegg í herberginu. Ég var glaðvakandi, þegar þetta kom fyr- ir, og gafst mér nægur tími til að virða hvalrifin fyrir mér. Ekki var neitt þarna inni, sem liklegt var lil að koma slikum „sjónhverfingum“ af stað. Þá kom það lika fyrir mig, eftir að ég var búinn að slökkva í herbergi mínu, að ég sá undarlega fleti í margs konar lit- um og lýsti af þeim. Þetta var ákaflega fallegt og hafði fjarska þægileg áhrif. Stundum stóðu þessar unaðslegu sýnir i alllangan tíma, en aldrei hef ég orðið þeirra var siðan ég veiktist. Enn hefur það borið fyrir mig, að ég sæi ljóslifandi lands- lag komið inn i stofu til mín, eftir að dimmt var orðið. Er mér það minnistætt, að eitt sinn horfði ég glaðvakandi á fall- andi foss, eins raunverulegan og væri hann úti í sjálfri nátt- úrunni. 1 annað skipti sá ég inn í dalverpi með grænu grasi, sem stóð mér svo lifandi fyrir sjónum, að ég gat virt mjög gaumgæfilega fyrir mér hvert einstakt strá. Slíkum sýnum fylgdi mikill unaður og oft var ég að hugleiða meðan á þeim stóð, hvað allt væri þetta dásamlega raunverulegt. En aldrei birtist mér slíkt landslag i stærra fleti en svo, að ég sæi yfir það án þess að hreyfa mig. Þetta var m. ö. o. sú sjónvídd, sem hentar málverki. Það fer aldrei vel á því að taka þar til meðferðar stærra svið en hægt er að sjá yfir í einu lagi. Ég var ekki ýkja berdreyminn fram eftir aldri, en á síðari hluta ævinnar hefur mig oft dreymt drauma, sem hafa veitt mér vitneskju um óorðna hluti. En það eru samt umfram allt aðrir draumar, sem mér hafa fundist merkilegir og sér- stæðir, þó að ég hafi látið ógert að ráða þá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.