Morgunn


Morgunn - 01.12.1980, Blaðsíða 52

Morgunn - 01.12.1980, Blaðsíða 52
146 MORGUNN bæði frá trúarlegu og heimspekilegu sjónarmiði. Hér væri á ferð kenning sem hafa ætti að leiðarljósi í siðferðilegum efnum. Vissulega væru til trúflokkar i Austurlöndum og Ind- landi, sem kenndu sálnaflakk úr mannsmynd til dýrs. En þetta væri mistúlkun hinnar sönnu endurholdgunarkenningar. Jafnvel kristindómurinn væri einnig til í afskræmdum og villandi myndum. Það væri því ekki viturlegt að láta laus- lega kynningu á þessum afmyndunum loka hug sinum fyrir þeim sannleik sem felast kynni í frumtrúnni. Lammers gat bætt við þetta ýmsum nánari útskýringum. Endurholdgun táknar þróun, sagði hann. Þróun mannsand- ans gegn um mörg líf á jörðinni, hvert á fætur öðru. Ýmist fæðist veran sem karlmaður eða kvenmaður, fátækur eða rík- ur, ýmist tilheyrir hún þessum kynþættinum eða hinum, þangað til andinn hefur náð þeirri fullkomnun, sem Kristur sagði oss að keppa að. Sálin er eins og leikari, sem tekur sér mismunandi hlutverk og klæðist mismunandi búningum frá kvöldi til kvölds. Eða lik hönd sem íklæðist glófa efnislíkama um stund og skiftir síðar aftur um hanska, þegar sá fyrri er slitinn orðinn. Fjöldi gáfaðra manna á Vesturlöndum hafa fallist á þessa kenningu og skrifað um hana. Þannig trúði heimspekingurinn Sohopenhauer statt og stöðugt á hana. Sama máli gegndi um Emerson, Walt Whitman, Göthe, Giordino Bruno, Plotinus, Pyþagóras og Plató. En svar Cayces við þessu var, að þetta væri nú svo sem allt gott og blessað, en hvað um kristnina? Væri hann ekki að afneita Kristi og kenningum hans, ef hann féllist á endur- holdgunarkenninguna? Lammers kvað það fjarri sanni. Hvað væri í rauninni kjarninn i kenningu Krists? Lögfræðingur úr flokki farisea hafði eitt sinn spurt Krist þessarar spurningar og svar hans var: „Þú skalt elska drottinn, Guð þinn, af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum huga þinum . . . Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Á þessum tveimur boð- orðum byggist allt lögmálið og spámennirnir.“ (Mattheus 22. 37—40).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.