Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Page 6

Morgunn - 01.06.1989, Page 6
RITSTJÓRARABB MORGUNN ýmsum forvígismönnum félagsins áður fyrr. Leist undirrit- uðum út af fyrir sig nokkuð vel á þessa hugmynd þó að við megum að sjálfsögðu ekki missa sjónir af samtímanum og því sem er að gerast í kringum okkur í dag. Við munum því að öllu óbreyttu hafa sem fastan lið í næstkomandi tölublöðum Morguns, einn kafla úr eldri heft- um hans og sem ætla má að fólk í dag hafi gaman af að rifja upp og lesa. Nú þegar þetta er ritað hefur okkur borist nokkuð af efni frá lesendum sem við munum birta í fyrra hefti Morguns 1990. Þetta efni sýnir vel að fólk hefur frá ýmsu að segja ef að er gáð og vil ég einmitt hvetja ykkur einu sinni enn, lesendur góðir, til þess að senda okkur frásagnir af t.d. eigin upplifunum ykkar í dulrænum málum, atvikum sem þið hafið orðið vitni að hjá öðrum eða teljið óyggjandi að hafi átt sér stað. Á síðasta ári gerðum við hjá SRFÍ skoðanakönnun á meðal félagsmanna um dulræna upplifun þeirra. Ágæt svör- un varð frá þeim í þessari könnun og viljum við þakka vel fyrir það. Ekki er búið að vinna úr könnuninni enn sem komið er en niðurstöður munum við birta hér í Morgni um leið og þær liggja fyrir. Sumir sendu með svörum sínum mjög áhugaverðar frá- sagnir af ýmsu sem þeir höfðu upplifað af dulrænum atburð- um. Öll einstök atriði sem fram komu í könnuninni skoðum við að sjálfsögðu sem trúnaðarmál auk þess sem allflest eru send inn nafnlaus. Nánast allar þessara frásagna væru þó mjög vel til þess fallnar að birtast í Morgni og langar mig þess vegna að fara þess hér með á leit við þá sem sendu inn þessar frásagnir og gætu hugsað sér að leyfa okkur að birta þær í Morgni að hafa samband við skrifstofu félagsins og gefa upp nafn sitt og símanúmer svo undirritaður geti haft sambandi við þá til nánari athugunar á hvaða frásögur þar væri um að ræða. Þætti okkur verulegur akkur í ef þetta mætti verða. Eins og ég gat um hér í upphafi þá erum við nú að gefa út 70. árgang Morguns og er hann tvímæalaust elsta rit sinnar tegundar á íslandi. Er óhætt að fullyrða að hvergi annars 4

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.