Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Qupperneq 37

Morgunn - 01.06.1989, Qupperneq 37
MORGUNN FYRSTI MIÐILL RAYMONDS rúmið. Hún gat athugað það vandlega, hvernig líkaminn lá í rúminu. Næst varð hún þess vör, að andlegi líkaminn var að færast fjær jarðneska líkamanum, og henni virtist hann svífa yfir rúmstokknum fáeinar sekúndur. t*á fór henni að verða eins og ofurlítið órótt, og henni kom til hugar, hvort henni mundi ekki verða örðugt að komast inn aftur. Þessi aðkenning af ótta kipti henni aftur um svo sem eitt fet í áttina til jarðneska líkamans. En forvitnin vann sigur á óttanum, og hún hugsaði með sér, að hvað sem fyrir kæmi, skyldi hún ekki gefast upp. Á sama augnabliki sem hún afréð þetta, varð hún þess vör, að maðurinn hennar lauk upp forstofuhurðinni að loftinu sem þau áttu heima á, og fór að tala við einhvern, sem var utan við dyrnar. Hann talaði lágt, til þess að trufla ekki konuna sína. Henni kom til hugar, að það væri gaman að fara og sjá, við hvern hann væri að tala, og hún vissi ekki, hvernig það gerðist, en á sama augnabliki fann hún, að hún stóð við olnbogann á manni sínum í dyrunum. Hún varð þess ekki vör, að hún færi út um svefnherbergisdyrnar, sem voru lokaðar, en út fyrir þær var hún komin. Hún sá, að aðkomu- maðurinn var frá gasstöðinni, en hún tók eftir því, sem þeir voru að tala um, því að rétt í sama bili fór fram hjá þeim vinnukona af hærra lofti í húsinu, og hún sá manninn sinn taka pening upp úr vasa sínum og rétta vinnukonunni hann, án þess að segja nokkuð við hana. Frúin sagði við sjálfa sig: „Þetta er skrítið. Hvernig stendur á því að hann fékk stúlk- unni þennan pening?“ Hún ásetti sér að muna þetta og tala um það við manninn sinn, og sagði við sjáífa sig, að tvennt væri að muna: 1) gasmanninn, 2) stúlkuna ofan af loftinu. Þá fann hún, að hún var aftur komin inn í svefnherbergið, og vissi ekki, hvernig það hafði atvikast. Hún fann, að með- vitundin og hugsunarmátturinn var að réna, og hélt, að það gæti stafað af því, að hún væri að hverfa aftur í jarðneska líkamann. Svo að hún hætti að hugsa, til þess að sér yrði það auðveldara. En eftir eitt eða tvö augnablik furðaði hún sig á því, að hugurinn var aftur tekinn að starfa. Hún leit kringum 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.