Morgunn - 01.06.1989, Blaðsíða 32
FYRSTI MIÐILL RAYMONDS
MORGUNN
berginu voru, heföu fest hugann við. Henni tókst það nokkr-
um sinnum, og einhverjum varð að orði, að hún mundi geta
orðið góður miðill. Tilraunin virtist ganga nærri henni, og
þegar hún kom heim, var hún eitthvað veikluleg. Móðir
hennar spurði hana, hvað hún hefði verið að gera. Og nú var
henni bannað að nýju að fást nokkuð við slík efni. Móðir
hennar leitaði stuðnings hjá sóknarprestinum sínum, bað
hann að tala við stúlkuna um það, hvað þetta væri syndsam-
legt. En sú málaleitun hafði ekki þann árangur, sem móðir
hennar hafði búist við. „ Ég get ekki gert það“, sagði prest-
urinn. ,,Ég held, að í þessu sé meiri sannleikur fólginn en svo,
að ég eigi að gera það“. Pá var þeim stælum lokið um stund.
Um þetta leyti fór hún til dvalar til bæjar eins, sem var 20
til 30 mílur þaðan sem hún hafði verið. Skömmu eftir mið-
nætti 19.des. 1906 vaknaði hún, og sá þá móður sína greini-
lega. Daginn eftir fékk hún símskeyti um það, að móðir
hennar hefði andast um nóttina. Hún hafði verið meðvit-
undarlaus frá 9.30 og hafði dáið fyrir 2.30. Gladys sá hana
með opnum augum. Eitthvað — hún veit ekki hvað — hafði
vakið hana, og hún sá hana með hendurnar lagðar yfir
brjóstið, og eins og hún héngi uppi yfir rúminu og horfði
niður til dóttur sinnar. Hún var unglegri en hún hafði verið,
þegar dóttir hennar sá hana síðast, svo að munað hefði getað
10 árum. Hún leit mjög vingjarnlega til dóttur sinnar. Petta
fékk mjög á Gladys, og hún ásetti sér að leita sambands við
arinan heim, hvenær sem hún gæti fengið með sér hentuga
samverkamenn.
Árið 1910 fór hún að sinna rannsóknunum af alvöru. Hún
hitti, af tilviljun, að því er virtist, tvær systur, og önnur þeirra
spurði hana, alveg inngangslaust, hvort hún væri spíritisti,
sagðist halda að hún væri það. Henni fannst þetta nokkuð
kynlegt, en sagðist vera það, og spurði hina, hvort hún væri
það líka. Hún fékk það svar, að þær systurnar tryðu á spírit-
ismann, en að þær hefðu enga reynslu í þeim efnum, og að nú
hefði þeim komið til hugar að spyrja hana, hvort hún vildi
gera tilraunir með þeim. Frú Leonard hafði þá verið tvö ár í
hjónabandi og hún bar þetta undir manninn sinn. Hann var
30