Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Page 67

Morgunn - 01.06.1989, Page 67
MORGUNN HITT OG ANNAÐ Svipir Framliðna stúlkan, sem vildi leika sér. Þegar ég var lítil, bjuggu foreldrar mínir á bæ í tvíbýli. í austurbænum var telpa, sem ég lék mér oft með, ásamt fleiri börnum; telpan var víst mjög mikill andlegur vesalingur. Ég man eftir því að hún talaði óskýrt og illa, lærði það víst aldrei, og útlit hennar bar víst mikinn vott þess, að hún var aumingi. Þegar hún var 14 ára, lagðist hún í heilabólgu, þjáðist mikið og varð síðan alveg meðvitundarlaus um nokkurn tíma. Ég var þá eitthvað um 7 ára gömul. Oft kom ég inn til hennar, meðan hún lá, og vissi það, að ekki mundi henni lífs auðið. Einn dag var móðir mín beðin að koma út til hennar, og sagt um leið, að hún mundi vera að skilja við. Ég fór með mömmu. Veðrið var kalt og farið að dimma. En mikið furðaði mig, þegar ég kom inn í fátæklegu baðstofuna, á þeirri birtu, sem ég sá þar. Mér fannst ég vera komin í einhvern helgidóm, þar sem englarnir hefðu aðsetur sitt. Ég sá skínandi hvítar verur umhverfis rúmið, og mér sýndist ekki betur en að líkami stúlkunnar væri orðinn að undurfal- legum engli; breytingin var stórkostleg. Mér sýndist andlitið lýsa eins og skært ljós. Ég settist út í eitt hornið á baðstofunni, utan við mig af lotningu, meðan mamma hagræddi líkamanum, sem telpan hafði nú yfirgefið. Allt fannst mér þetta dásamlegt og jafn- framt eðlilegt. Mamma hafði sagt mér að allir, sem dæju, færu til guðs. Mér fannst ég þess vegna svo ósköp vel geta skilið, að guð hefði sent engla sína eftir litlu stúlkunni, og að hún hefði þá um leið orðið að engli. Ég leit því á þetta með mestu lotningu og var ekki hið minnsta hrædd. Þetta sama kvöld, þegar ég var nýsofnuð, vaknaði ég við að þrifið var í mig. Ég hálfreis upp, og þá sá ég telpuna, nýdánu, standa fyrir framan rúmið mitt; hún var klædd eins og hún hafði verið hversdagslega. Hún var áfjáð á svip, og ég 65

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.