Morgunn - 01.06.1989, Blaðsíða 77
SAMBANDSASTAND
Ritstjóri blaðsins „The Two Worlds“, sem gefið er út í
Manchester á Englandi, Mr. Ernest Oaten, er meðal annars
nafnkenndur miðill. Hann hefir nýlega ritað í blað sitt tvær
greinar um eðli sambandsástandsins. Tær greinar þykja mjög
merkilegar, því að það er hvorttveggja, að höfundurinn hefir
svo mikla sjálfstæða reynslu af því efni, sem hann skrifar um,
og er stórgáfaður maður. Hér fer á eftir aðalkaflinn úr síðari
grein hans.
Á frumstigum hæfileikans fyrir sambandsástand (trance)
hættir byrjandanum oft við að finna til áhrifa utan að, til-
rauna til svæfingar, þegar hann kemur þangað inn, sem
sálrænn kraftur er á ferðinni, svo sem á tilraunafundum, eða
þegar menn eru að tala um málið, eða þar sem andlega
loftslagið er þess kyns. Sannleikurinn er sá, að hann kann ef
til vill að finna þessar svæfingar-umleitanir við dagleg störf
sín, eða jafnvel þegar hann er á gangi á strætum úti. Þessu
verður að verjast. Ég vil halda því fram, að mjög holt sé að
hafa það hugfast, að þeir menn einir ættu að sætta sig við að
láta taka sig í sambandsástand, sem geta ráðið yfir sér sjálfir.
Alveg eins og sá maður er þræll, sem verður að gera hvað
sem honum er sagt, og frjáls verkamaður er sá, sem að
nokkru leyti getur um það valið, hvort hann vill, eða vill ekki
vinna fyrir einhvern sérstakan mann, eins má miðilsstarfið
aldrei verða að þrældómi. Það verður að vera starf, sem
menn taka að sér með fullri meðvitund og af fúsum vilja fyrir
verur, sem miðillinn treystir. Þá kemur spurning, sem í raun
og veru er einkar auðvelt að svara. Það eina sem á ríður, er
að halda hugsununum starfandi. Það er ekki torvelt að renna
huganum yfir það sem þú hefir gert allan þann daginn frá því
75