Morgunn - 01.06.1989, Blaðsíða 20
Helga M. Kristjánsdóttir:
DRAUMAR
(Frú Helga M. Kristjánsdóttir, prestkona á Möðruvöllum í
Hörgárdal, hefur sent ritstjóra MORGUNS nokkra drauma,
alla merkilega. Maður hennar, séra Jón Þorsteinsson, hefur
staðfest þá. Nokkrir þeirra fara hér á eftir og aðrir koma í
næsta hefti. Fyrirsagnirnar hefur ritstjóri MORGUNS sett).
I. hálsreifarnar.
Kristján sonur okkar hjónanna fór til Reykjavíkur haustið
1899, til að læra bókband hjá Halldóri bókbindara (Þórð-
arsyni?). Pá var ég á Sauðanesi. Við höfðum lengi ekkert
bréf fengið frá syni okkar, og var ég orðin óróleg út af því. Þá
dreymir mig eina nótt, (mánaðardaginn hefi ég ekki merkt í
almanakinu), að ég sé komin til Reykjavíkur og gangi inn í
hús H. bókbindara til að gera boð fyrir Kristján; stúlka þar
segir mér að hann sé ekki heima en vísar mér á annað hús,
þar sem hann sé nú. Ég geng þangað og spyr eftir honum; ég
er látin fara þar inn í stofu, og mér er sagt hann komi bráðum.
Svo er tekin opin hurð og þar inni sé ég Kristján sitja á stól og
halla höfðinu; maður er þar að reifa á honum hálsinn og upp
á hnakkann .... Svo hrökk ég upp af svefninum.
Með næsta pósti fengum við bréf frá Kristjáni okkar. Par
segir hann, að hann hafi fengið afarillt kýli á hálsinn, gengið
að heiman (þ.e: frá H. bókb.) til Guðmundar Björnssonar,
(nú landlæknis), sem stöðugt hafi gert við, kýlið hefði getað
drepið hann. Segist hann all lengi hafa orðið að halla höfðinu
út á aðra hliðina, ekki þolað að vera öðruvísi.
18