Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Blaðsíða 20

Morgunn - 01.06.1989, Blaðsíða 20
Helga M. Kristjánsdóttir: DRAUMAR (Frú Helga M. Kristjánsdóttir, prestkona á Möðruvöllum í Hörgárdal, hefur sent ritstjóra MORGUNS nokkra drauma, alla merkilega. Maður hennar, séra Jón Þorsteinsson, hefur staðfest þá. Nokkrir þeirra fara hér á eftir og aðrir koma í næsta hefti. Fyrirsagnirnar hefur ritstjóri MORGUNS sett). I. hálsreifarnar. Kristján sonur okkar hjónanna fór til Reykjavíkur haustið 1899, til að læra bókband hjá Halldóri bókbindara (Þórð- arsyni?). Pá var ég á Sauðanesi. Við höfðum lengi ekkert bréf fengið frá syni okkar, og var ég orðin óróleg út af því. Þá dreymir mig eina nótt, (mánaðardaginn hefi ég ekki merkt í almanakinu), að ég sé komin til Reykjavíkur og gangi inn í hús H. bókbindara til að gera boð fyrir Kristján; stúlka þar segir mér að hann sé ekki heima en vísar mér á annað hús, þar sem hann sé nú. Ég geng þangað og spyr eftir honum; ég er látin fara þar inn í stofu, og mér er sagt hann komi bráðum. Svo er tekin opin hurð og þar inni sé ég Kristján sitja á stól og halla höfðinu; maður er þar að reifa á honum hálsinn og upp á hnakkann .... Svo hrökk ég upp af svefninum. Með næsta pósti fengum við bréf frá Kristjáni okkar. Par segir hann, að hann hafi fengið afarillt kýli á hálsinn, gengið að heiman (þ.e: frá H. bókb.) til Guðmundar Björnssonar, (nú landlæknis), sem stöðugt hafi gert við, kýlið hefði getað drepið hann. Segist hann all lengi hafa orðið að halla höfðinu út á aðra hliðina, ekki þolað að vera öðruvísi. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.