Morgunn - 01.06.1989, Blaðsíða 54
HITT OG ANNAÐ
MORGUNN
að leggja á hana þann vísindalega mælikvarða, sem unnt er,
bera hana saman við reynslu með öðrum þjóðum, og skýra
hana samkvæmt þeirri þekkingu, sem menn kunna þá og þá
að hafa öðlast.
Það er út frá þessari sannfæringu, að ég hefi beðið frú
Mörtu Jónsdóttur að segja okkur dálítið af sinni reynslu í
kvöld. Þegar hún hafði sagt mér af henni, var ég ekki í
neinum vafa um það, að hún væri stórmerkileg. Ég geng að
því vísu, að þið takið frúnni af samúð og góðvild. Að sjálf-
sögðu þarf hún þess. Hún hefur víst aldrei fyrr flutt erindi
fyrir mannsöfnuði. Skrápurinn er ekki orðinn eins harður á
henni og okkur gömlu körlunum. Og það er eingöngu fyrir
minn bænastað, að hún hefur látið leiðast til þess að segja
okkur það, sem í vændum er).
Ég bið ykkur að fyrirgefa það, að ég hef engan fyrirlestur
að bjóða — ekkert samanofið efni, eins og þið eruð vön við á
fundum þessa félags, engar röksemdir eða ályktanir. Ég veit
ekki, hvort ykkur finnst það svara kostnaði að sitja hér og
hlusta á mig. En þó að ég viti, að hver maður verður að
ábyrgjast sig sjálfur, þá verð ég að varpa ábyrgðinni að
nokkru leyti á forsetann okkar. Hann hefur haldið því fram
við mig, að ein hliðin á sálarrannsóknastarfinu sé sú að halda
til haga dularfullri reynslu manna, þó að hún sé þess eðlis, að
hún verði ekki sönnuð.
Ég ætla ekki að draga neinar ályktanir út af því, sem mig
langar til að segja ykkur. Mig brestur lærdóm til þess. Ég geri
jafnvel ráð fyrir, að menn, sem mér eru óendanlega fróðari,
kunni að geta greint á um, hvernig það eigi að skilja, sem
fyrir mig hefur borið — þó að þeir telji ekki, að ég fari
vísvitandi með ósatt mál.
Ég ætla ekkert að segja um þessar dulskynjanir mínar
annað en það, að það er ásetningur minn að segja nákvæm-
lega rétt frá — segja ekkert annað en það, sem ég veit fyrir
samvisku minni, að mér hefur fundist ég verða vör við á þeim
augnablikum, sem ég ætla nú að segja ykkur frá.
Allt það, sem ég ætla að segja ykkur, hefur komið sjálf-
52