Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Síða 54

Morgunn - 01.06.1989, Síða 54
HITT OG ANNAÐ MORGUNN að leggja á hana þann vísindalega mælikvarða, sem unnt er, bera hana saman við reynslu með öðrum þjóðum, og skýra hana samkvæmt þeirri þekkingu, sem menn kunna þá og þá að hafa öðlast. Það er út frá þessari sannfæringu, að ég hefi beðið frú Mörtu Jónsdóttur að segja okkur dálítið af sinni reynslu í kvöld. Þegar hún hafði sagt mér af henni, var ég ekki í neinum vafa um það, að hún væri stórmerkileg. Ég geng að því vísu, að þið takið frúnni af samúð og góðvild. Að sjálf- sögðu þarf hún þess. Hún hefur víst aldrei fyrr flutt erindi fyrir mannsöfnuði. Skrápurinn er ekki orðinn eins harður á henni og okkur gömlu körlunum. Og það er eingöngu fyrir minn bænastað, að hún hefur látið leiðast til þess að segja okkur það, sem í vændum er). Ég bið ykkur að fyrirgefa það, að ég hef engan fyrirlestur að bjóða — ekkert samanofið efni, eins og þið eruð vön við á fundum þessa félags, engar röksemdir eða ályktanir. Ég veit ekki, hvort ykkur finnst það svara kostnaði að sitja hér og hlusta á mig. En þó að ég viti, að hver maður verður að ábyrgjast sig sjálfur, þá verð ég að varpa ábyrgðinni að nokkru leyti á forsetann okkar. Hann hefur haldið því fram við mig, að ein hliðin á sálarrannsóknastarfinu sé sú að halda til haga dularfullri reynslu manna, þó að hún sé þess eðlis, að hún verði ekki sönnuð. Ég ætla ekki að draga neinar ályktanir út af því, sem mig langar til að segja ykkur. Mig brestur lærdóm til þess. Ég geri jafnvel ráð fyrir, að menn, sem mér eru óendanlega fróðari, kunni að geta greint á um, hvernig það eigi að skilja, sem fyrir mig hefur borið — þó að þeir telji ekki, að ég fari vísvitandi með ósatt mál. Ég ætla ekkert að segja um þessar dulskynjanir mínar annað en það, að það er ásetningur minn að segja nákvæm- lega rétt frá — segja ekkert annað en það, sem ég veit fyrir samvisku minni, að mér hefur fundist ég verða vör við á þeim augnablikum, sem ég ætla nú að segja ykkur frá. Allt það, sem ég ætla að segja ykkur, hefur komið sjálf- 52
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.