Morgunn - 01.06.1989, Blaðsíða 75
MORGUNN
HITT OG ANNAÐ
hún, að fólkið féllist á það. Draumurinn varð þá ekki lengri;
en ekki breytti þetta neitt áformi mínu um íbúðina. Ég spurði
þessa fjölskyldu, sem stúlkan hafði vísað mér á, um þetta, og
fékk þá að vita, að ýmislegt óskiljanlegt hefði gerst í húsinu í
þess tíð þar. Það varð til þess, að mig langaði enn meira til að
eiga þar heima, og ákvað nú að fullu að reyna það.
Nokkru eftir það dreymdi mig aftur, að ég væri komin þar
og hitti sömu stúlkuna; hún var vingjarnleg eins og áður. Ég
sagði henni aftur erindi mitt, og hún kom með sömu mót-
báruna. Ég lét það ekki á mig fá, en hélt áfram inn í gegnum
stofurnar. Þegar ég opnaði eina stofuna, sá ég ekkert nema
gráleita þoku eða reyk, sem fyllti allt herbergið. Ég ætlaði
samt inn, en þegar ég ætlaði að stíga inn fyrir hurðina, voru
réttar á móti mér hendur út úr reyknum. Ég sá þær aðeins
upp að olnboga, en enga veru, sem fylgdi höndunum.
Þá greip mig hræðsla. Ég flýtti mér gegnum stofurnar og út
og hitti þá aftur stúlkuna, sem sagði: „Þetta var ekki mér að
kenna; ég hafði varað þig við þessu“.
Þessi draumur var ekki lengri. En hann hafði þau áhrif, að
ég hætti við að fá að búa í húsinu. Síðar hef ég nú reyndar séð
mikið eftir því.
Nokkru seinna, þegar ég var alveg hætt að hugsa um gamla
húsið, dreymdi mig enn, að ég kom þangað, og sá allt fólkið,
sem hafðist þar við. Ég komst að því, að þar voru hjón, ásamt
dóttur og syni. Mér varð sérstaklega starsýnt á konuna, því
að búningur hennar virtist mér langt frá því að samsvara
stöðu þeirri, sem hún hafði verið í. Ég athugaði kjólinn, sem
hún var í, og sá, að í honum mundi vera heimaunnið vaðmál,
dökkt að lit.
Þegar ég vaknaði, mundi ég mjög vel útlit konunnar og
búning allan, en mér þótti næsta ótrúlegur búningurinn. Ég
leitaði mér samt vitneskju um þetta, og fékk þá að vita, að
svona hafði þessi kona ævinlega verið búin heima fyrir.
Þegar ég lýsti ungu stúlkunni, var mér líka sagt, að svona
hefði dóttirin verið; en það vissi ég ekki fyrr en þá, að þessi
hjón hefðu átt nokkra dóttur.
Síðar — ég má ekki segja, hve löngu síðar — eftir að ég
73