Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Síða 75

Morgunn - 01.06.1989, Síða 75
MORGUNN HITT OG ANNAÐ hún, að fólkið féllist á það. Draumurinn varð þá ekki lengri; en ekki breytti þetta neitt áformi mínu um íbúðina. Ég spurði þessa fjölskyldu, sem stúlkan hafði vísað mér á, um þetta, og fékk þá að vita, að ýmislegt óskiljanlegt hefði gerst í húsinu í þess tíð þar. Það varð til þess, að mig langaði enn meira til að eiga þar heima, og ákvað nú að fullu að reyna það. Nokkru eftir það dreymdi mig aftur, að ég væri komin þar og hitti sömu stúlkuna; hún var vingjarnleg eins og áður. Ég sagði henni aftur erindi mitt, og hún kom með sömu mót- báruna. Ég lét það ekki á mig fá, en hélt áfram inn í gegnum stofurnar. Þegar ég opnaði eina stofuna, sá ég ekkert nema gráleita þoku eða reyk, sem fyllti allt herbergið. Ég ætlaði samt inn, en þegar ég ætlaði að stíga inn fyrir hurðina, voru réttar á móti mér hendur út úr reyknum. Ég sá þær aðeins upp að olnboga, en enga veru, sem fylgdi höndunum. Þá greip mig hræðsla. Ég flýtti mér gegnum stofurnar og út og hitti þá aftur stúlkuna, sem sagði: „Þetta var ekki mér að kenna; ég hafði varað þig við þessu“. Þessi draumur var ekki lengri. En hann hafði þau áhrif, að ég hætti við að fá að búa í húsinu. Síðar hef ég nú reyndar séð mikið eftir því. Nokkru seinna, þegar ég var alveg hætt að hugsa um gamla húsið, dreymdi mig enn, að ég kom þangað, og sá allt fólkið, sem hafðist þar við. Ég komst að því, að þar voru hjón, ásamt dóttur og syni. Mér varð sérstaklega starsýnt á konuna, því að búningur hennar virtist mér langt frá því að samsvara stöðu þeirri, sem hún hafði verið í. Ég athugaði kjólinn, sem hún var í, og sá, að í honum mundi vera heimaunnið vaðmál, dökkt að lit. Þegar ég vaknaði, mundi ég mjög vel útlit konunnar og búning allan, en mér þótti næsta ótrúlegur búningurinn. Ég leitaði mér samt vitneskju um þetta, og fékk þá að vita, að svona hafði þessi kona ævinlega verið búin heima fyrir. Þegar ég lýsti ungu stúlkunni, var mér líka sagt, að svona hefði dóttirin verið; en það vissi ég ekki fyrr en þá, að þessi hjón hefðu átt nokkra dóttur. Síðar — ég má ekki segja, hve löngu síðar — eftir að ég 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.