Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Page 51

Morgunn - 01.06.1989, Page 51
MORGUNN ÝMISLEGT UTAN ÚR HEIMI til þess, að allar enskar kirkjudeildir skipi í sameiningu sérs- taka nefnd í því skyni. Blaðið segir, að meðal enskra presta yfirleitt sé sterk tilfinning þess, að nauðsynlegt sé að kirkju- deildirnar láti ótvírætt uppi, hvernig þær ætli að snúast við spíritismanum og kenningum hans, og að enn meira hafi þeir fundið til þeirrar þarfar eftir að Conan Doyle hefði svarað einum kirkjuhöfðingjanum, sem ráðist hafði á spíritismann. Spíritisminn er að grafa um sig í mörgum kirkjudeildunum, segir blaðið ennfremur, og framkvæmdagjarnir prestar finna til þess, að eitthvað verður að gera, til þess að fullnægja þeim kröfum, er sprottið hafa upp af þeim hugarfarsbreytingum, sem ófriðurinn hefir vakið. Hvort sem nú mikið eða lítið verður úr þessari nefndar- skipun, þá er þetta tal sæmilega ljós vottur um það, hvað spíritisminn er að eflast á Englandi. Prófessor Haraldur Níelsson ritaði í utanför sinni á síðastl. sumri tvær ágætar greinar um tilraunir, sem farið hafa fram hér á landi. Aðra greinina flytur mánaðarritið ,,The Intern- ational Psychic Gazette“. Hún er um tilraunir þær, er próf- essorinn gerði til þess að láta Guðmund Kamban skáld, sem þá var skólapiltur hér í Reykjavík (eða þá ósýnilega veru, sem sagðist stjórna honum) lesa, með bindi fyrir augunum, sumpart í lokuðum bókum, sumpart í opnum bókum, þegar orðin voru hulin. Peirra tilrauna er að nokkuru getið í „Trú og sönnunum“ („Máttur mannsandans“ I.). Hin ritgjörðin er prentuð í vikublaðinu ,,Light“ og er að mestu um fyrir- brigði þau er gerðust fyrir miðilsgáfu Indriða Indriðasonar, og nokkuð að því vikið, hvernig málið hefir eflst hér á Iandi. Auðsjáanlega hefir ensku ritunum þótt mikið sælgæti að fá þessar greinar. „Light“ leggur áherslu á það, sýnilega með mikilli ánægju, að höfundurinn sé prófessor í guðfræði við háskóla íslands, vígður prestur, gegni prédikunarstarfi jafn- hliða prófessorsembætti sínu, og hafi lagt Gamla testamentið út á íslensku. Indriðason nefnir blaðið dásamlegan miðil. 49

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.