Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Blaðsíða 40

Morgunn - 01.06.1989, Blaðsíða 40
FYRSTI MIÐILL RAYMONDS MORGUNN sem þau hjónin höfðu á neðra lofti. Hún hafði vaknað á sama tíma sem hún var vön, þegar hún lagði sig út af á daginn. Hún fór þegar að segja manninum sínum, hvað fyrir sig hefði borið. Fyrst sagði hún honum frá manninum við dyrnar. Maður- inn hennar kannaðist við hann ,,en þú getur hafa verið milli svefns og vöku og heyrt til mín, þó að ég talaði lágt“, sagði hann. f*au reyna, hjónin, að varðveita hvort annað gegn allri trúgirni og staðlausum hugarburði. Og að sjálfsögðu er ævinlega mikilsvert að vera á verði gegn slíku, en ekki síst þegar og þar sem mikið er að gerast af furðulegum atburð- um. Frú Leonard sagðist líka hafa hugsað um það, en hún hefði gert meira en heyra, því að hún hefði séð einkennis- búning gasmannsins. Fví næst sagði hún honum frá stúlkunni af efra loftinu og að hann hefði rétt henni pening. Þá varð hann að kannast við, að hún hefði séð hann, þó að hann hefði áreiðanlega ekki séð hana. Hann sagði, að þetta hefði verið gasmaðurinn og meðan þeir hefðu verið að tala saman, hefði hann fengið stúlkunni sex pence fyrir einhvern smágreiða, sem hún hefði gert honum fyrir tveimur eða þremur dögum. Hann hafði þá ekki haft neina smápeninga á sér, og hann hafði ekki minnst á þetta við konu sína — hafði gley mt því, þar til er stúlkan fór fram hjá honum þarna í dyrunum. Þá sagði hún honum frá ókunna manninum, að hún hefði séð hann hjá hjónunum og heyrt þau bjóða honum á fundinn, sem átti að verða þá um daginn. Maðurinn hennar sagði, að þarna hlyti henni að hafa skjátlast, því að hún vissi það vel, að þau mundu aldrei hleypa neinum manni inn á sína fundi, enda hefðu þau aldrei gert það. Hún kvaðst búast við, að sér hefði skjátlast, en hún hefði samt séð hann svo ein- staklega greinilega.. Hún lýsti þessum ókunna manni ná- kvæmlega, og sagði honum líka af Philip ogþessari Geiþrúði, sem hún vissi engin deili á. Nú var dyrabjöllunni hringt, húsbóndinn fór fram til þess að taka á móti gestunum og vísaði þeim inn. Hann kom til konu sinnar í geðshræringu, sagði henni, að hjónin væru 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.