Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Side 71

Morgunn - 01.06.1989, Side 71
MORGUNN HITT OG ANNAÐ mínar um umganginn, því að hann hafði aldrei orðið neins var, svo að ég hugsaði með mér, að nú skyldi hann þó fá að sjá, hvort ég segði ekki satt. Ég ýtti því heldur óþyrmilega við honum og sagði honum að vakna og sjá manninn, sem væri hérna. Ég gætti þess á meðan að líta ekki af manninum við borðið. En þegar ég sagði þetta, fór hann að hreyfast. Ég sá, að hann leið ofurhægt meðfram borðinu og fram eftir gólfinu aftur á bak, því að aldrei leit hann af mér, og að síðustu sá ég hann leysast sundur eins og þoku. Meðan þetta gerðist, hafði maðurinn minn vaknað. En það var auðvitað ekki til neins, því að allt var horfið, þegar hann var vaknaður að fullu, svo að hann sá ekki neitt. En reyndar varð þetta til þess, að nú fór hann að trúa því, að þetta væri ekki allt hugarburður. Eftir þetta fór ég að hugsa með meiri meðaumkun um þessa veru. Mér fannst ég finna, að maðurinn ætti bágt, og án þess að ég hefði þá nokkuð lesið um slíkt, datt mér í hug, að það eina, sem ég gæti gjört fyrir hann, væri að biðja fyrir honum. Sú hugsun varð svo sterk, að mér fannst ég verða að gjöra það. Ég bað því fyrir aumingja þessum dag eftir dag langan tíma. Og eftir það fór umgangurinn að smá minnka og síðast um vorið varð ég þessa alls ekki vör. (Morgutm 1920, 2.+3. hefti) í tóttarbrotinu. Sumarið 1917 um Jónsmessuleytið fór ég ásamt þremur stúlkum í „útilegutúr“ upp í Grindavíkurhraun. Við bjugg- um okkur út ferðamannlega og ætluðum að liggja úti og hlökkuðum afskaplega til. Síðari hluta dags komum við upp að hrauninu. Við hraunjaðarinn er stór tjörn, sem kölluð er Seltjörn; lágar, grasivaxnar brekkur liggja að vatninu beggja megin. Nú fórum við að svipast um eftir verustað. Okkur 69

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.