Morgunn - 01.06.1989, Blaðsíða 79
MORGUNN
SAMBANDSÁSTAND
var mjög ólíkt mínu starfi, en hjá henni komst á sama meg-
inregla. ,,Feda“ er leiðsagnarandinn, sem ber ábyrgð á
miðlinum. Ef einhver önnur vera á að fá að taka við stjórn-
inni, þá verður ,,Feda“ að fá fulla vissu um, að sú vera sé hæf
til þess og fær um það. „Feda“ er ekki aðeins vitur vera,
heldur er hún eins og sía, sem aðrar verur verða að komast
gegnum til þess að komast að Mrs. Leonard. Það er vernd
miðilsins. Ég hefi sannfærst um það, að reglubundið miðils-
starf er undir því komið, að til sé einhver við hina hlið lífsins,
sem lítur eftir þessu, hefir umsjón með líkama miðilsins og
velur þá vandlega, sem eiga að fá að nota hann. Sá miðill, er
leyfir hverjum sem vera skal að stjórn sér, er ekki eingöngu
óhygginn, heldur stofnar til vandræða.
Eg gerði mér ekki grein fyrir þeim feikna mikla skipulags-
bundna félagsskap, sem verður að vera bak við trancemiðil,
er vel tekst starfið, fyr en ég gat liðið í loftinu uppi yfir
fundarmönnum og horft á líkama minn á ræðupallinum. Um
þær mundir gerði ég mér þá aðal-hugmynd um sambandið,
að framliðinn maður færi inn í líkamann, eða stæði rétt fyrir
aftan hann og réði yfir honum. En þegar ég var orðinn fær
um að horfa á það sem gerðist, komst ég oft að raun um það,
að veran sem var að nota líkamann í það og það skiptið, stó á
þeim stað herbergisins, sem lengst var frá líkamanum, en ég
sá örmjóa 1 jóstaug, er lá á milli verunnar og líkama miðilsins.
Pá var það og afar hugnæmt að horfa á samstarf kraftanna,
þegar kvöldinu var varið til að „svara spurningum“. Fund-
arstjóri las upphátt 20-25 skrifaðar spurningar frá fundar-
mönnum. Pá var ef til vill ein tylft af verum í hálfhring utan
um miðilinn. Spurningarnar voru ýmislegs efnis; þær snertu
náttúruvísindi og guðfræði, kirkjusögu og almenna heim-
speki, sálræn efni og starfsemi í heimi framliðinna manna.
Eftir spurningunum færði Ijóstaugin sig til, tengdi fyrst eina
veruna og þvínæst aðra úr flokknum við miðilinn. Hugnæmt
var það og lærdómsríkt, þegar komið var með spurningu,
sem engin af þeim verum, sem viðstaddar voru, var fær um
að svara. Aðal-stjórnandinn kom þá með fáeinar almennar
athugasemdir svo sem eina eða tvær mínútur, en boð var sent
77