Morgunn - 01.06.1989, Blaðsíða 45
MORGUNN
SPÍRITISMINN
nokkru sinni frætt um samband lifandi manna og framlið-
inna.
,,Margar syrgjandi sálir hafa orðið sér þess meðvitandi,
meðan á ófriðinum mikla stóð, að framliðnir menn, sem þær
höfðu unnað, stóðu nær þeim en þeir höfðu áður gert.
„Feður, mæður og ekkjur, sumar þeirra ungar brúðir, hafa
þráð, í sínum hræðilega einstæðingsskap, að fá að vita, hvort
ekkert væri, sem þau gætu gert fyrir þá, sem þau hafa unnað
og misst. Sú eðlishvöt að biðja fyrir hinum látnu hefur orðið
óviðráðanleg. Öll trúarbrögð eru háð mannlegu eðli; og ef
þau misbjóða svo mjög mannlegu eðli, að þau banni fyrir-
bænir fyrir framliðnum mönnum, þá er ég hræddur um, að
karlar og konur muni hverfa frá þeim, eða að minnsta kosti
snúi bakinu við hverri þeirri kirkju, er bannar jafn eðlilegan
sið, eins og fyrirbænir fyrir framliðnum mönnum, og leiti til
þeirra kirkna, sem hvetja menn til slíks.
„Sannlega má líta svo á, sem slíkar bænir séu einmitt
fólgnar í eðli þess, sem nefnt er samfélag heilagra. En opin-
beranir frá ósýnilegum heimi, eins og þær, sem mér hefur
sjaldan verið skýrt frá, stefna að því að sýna, að framliðnir
menn þrái ákaft fyrirbænir jarðneskra manna; og þær opin-
beranir veita ósegjanlega huggun viðkvæmum sálum, sem
skyndilega hafa misst ljós vona sinna eða fagnaðar.
„Hugsanlegt er, að spíritisminn leiði ekki eingöngu í ljós
gildi fyrirbænanna fyrir framliðnum mönnum, heldur og að
einhverju leyti, hvers eðlis það líf er, sem framliðnir menn
lifa, í ósýnilegum eilífðarheimi. Ef unnt er að fá slíka opin-
berun, mundi hún veita óumræðilegri birtu inn í sálir sumra
manna og vekja þar nýjan, andlegan þrótt.
„Sannleikurinn er sá, að kreddufesta ætti aldrei að vera til
í hugum trúaðra manna. Allra síst er hún fýsileg, þegar hún
lokar úti færið, sem menn kunna að eiga á því að fá ljósi
varpað yfir hin helgustu áhugamál mannkynsins.
„Vorir tímar eru — eða voru á undan ófriðinum — kyn-
lega og raunalega mikil efnishyggjuöld. A slíkri öld kann það
að vera vilji guðs að efla að nýju með einhverjum nýjum
ráðum hina þverrandi meðvitund um andlegan veruleik. Að
43